Einhver búinn að fá sér (h)jónu??

Ja hérna, var og er af og til enn þáttakandi í mannréttindabaráttu lesbía og homma.  Alltaf koma fram snjallar hugmyndir um að halda aðgreiningu áfram.   Yfirleitt tilkomnar í meðvirkni og til að spara einhverjum öðrum minnihlutahópum "innri sársauka" vegna eigin fordóma og þrönga lífssýn.

Aðskilnað ríkis og kirkju er fyrir löngu tímabær. Gefum öllum frelsi til að gefa saman þau sem það kjósa og óska eftir blessun óháð framkvæmdaaðila.  Fjölskylduskilgreiningin samkvæmt landslögum er eitt,  hvað einkasöfnuðir ákveða er þeirra einkamál. Sjálfur hef ég mína trú og er í beinu óháðu sambandi við minn Guð.

Landslög verða að gera alla jafna fyrir lögum og gefa saman löglega í löglegt hjóna-band.  Ekki ætla ég að hafa áhyggjur af meðvirknisviðbrögðum við fordóma fárra innan ríkiskirkju eða annarra söfnuða.  Megi þeir hvíla (fordómarnir) í friði innan hvers safnaðar og starfsvettvangs hvers og eins.

Lifum og látum lifa í sátt við Guð og menn hvort sem við af einhverjum teljumst hinsegin eða annað!


mbl.is Hjónar og hjónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband