Hugsanir hugsaðar eða skýstroka - aðgerð í fyrirframsömdu handriti leikrits?

Sit aðeins meir en hálflamaður og hugur minn fær vart skilið gang mála sl. vikna. Íslenskt samfélag var ótrúlega lengi lamað og getulaus horfðum við á landið fara á hliðina.

Það er eins fyrir einhverju síðan hafi verið ákveðið að sett skyldi á svið leiksýningin  "Hér eru allir hamingjusamir".   Leikritið átti sér stað um allt samfélagið heima og að heiman.   Og handritið var notað án gagnrýni og blindandi var æft í mörg ár fram að frumsýningu.

Vandlega er valið í hlutverk og allt aðilar sem láta vel að stjórn eða hafa frumlega hugsun varðandi framrás leikritsins. Takmark sýningarinnar var að skila auðu sviði í lok sýningar.

Þegar kom að frumsýningu og tjaldið var dregið frá kom eins og hendi hefði verið sveiflað í ljós að  handritið var ónothæft og textin frá sjálfum sér gengin.  Áhorfendur skyldu hreinlega ekki hvað var í gangi og leikendur horfðu hver á hinn en engin kunni textan og engin vildi viðurkenna það.  Úr varð sýning sem hefði mátt heiti "Afneitunin mikla" fremur en "Hér eru allir hamingjusamir".  Því af ótta við að gera sjálfan sig að engu gátu leikarar ekki viðurkennt að handritið var ónýtt og að enginn kynni textan.  Þau bjuggu bara til orð og hegðun jafnóðum og úr varð farsi sem átti sér enga hliðstæðu.  Áhorfendur horfðu af undrun á það sem fram fór og vissu ekki hvernig skyldi taka þessari breyttu ásýnd leikritsins sem þau rétt áður höfðu háu verði borgað inn á. 

En farsinn var áhrifaríkt leikinn ótrúlegar inn á komur leikenda í úrræðaleysi og endalausum misskilningi gerði þetta allt að einni stórri órólegri tilfinninga geðsveiflu.  Í ljós kom við inn á komur aðalleikara breyting á texta þeirra sem vart nokkur annar hefði getað fyrirséð.  Aukaleikarar stóðu bara í undrun og kyngdu og reyndu af veikum mætti að búa til sýningu úr í nýjum raunveruleika orða og hegðunar sem birtist á sviðinu. 

Eftir að tjaldið fór fyrir sviðið sátu allir í undrun og þögn ríkti í salnum.  En svo fóru reiðar raddir að heyrast hér voru svik í gangi.  Ekkert hafði verið eins og lofað hafði.  Aðrir sátu í afneitun og trúðu ekki því sem gerst hafði.  Nei, sýningin hafði bara verið á misskilningi byggð og upphafleg sýning hlýti að fara fram rétt á eftir.  Handritshöfundar sátu og þvoðu hendur sínar og kenndu leikurum um og töldu að áhorfendur allir sem einn hafa endalaust misskilið allt saman.  Engin bar ábyrgð á neinu og engin hafði skilið neitt allir voru fornarlömb óviðráðanlegra aðstæðna augnabliksins.

Enn á það eftir að koma í ljós hvað fór fram á sviðinu og áhorfendur eiga enn eftir að melta og kyngja sýninguna.  Afneitun og reiði yfir svik og sterk krafa um endurgreiðslu aðgöngumiðans er að koma í ljós.  En það er svo annað mál hvað varð um tekjur af sýningunni og hvert handritshöfundar fóru.  Engin tekur ábyrgð en áfram verður leitað og einhvern tímann verður náð til botns í brunninum.  Og hver veit hvað leynist þar. 

Ef til vill upphaflega sýningin "Hér eru allir hamingjusamir"


mbl.is Glitnir: „Skýstróks-áætlunin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Sammála. Afneitun og vitnist í þetta.

Ásta María H Jensen, 12.5.2010 kl. 15:22

2 identicon

Þau munu uppskera eins og þau sáðu þetta fólk engin hætta á öðru. Nú er afneitunin komin í fullan gang og enginn tekur neina ábyrgð. Ennþá.

Áður en yfir líkur munu þessir karlar verða dæmdir og stjórnmálamenn farnir í skammarkrókinn sem húrruðu fyrir þeim og þáðu mútur. Þjóðin mun ekki sætta sig við neitt annað.

Amen

Gína (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband