Færsluflokkur: Dægurmál
20.5.2006 | 11:58
Dægurmál? Menning eða lífsstíll.
Kosningar nálgast og baráttan meira áberandi. Loforð fljúga hátt í takt við lífsstíl kjósenda og farið að bera á yfirboð. En oftast er of hátt flogið og of hátt boðið. Trúverðugleikinn víkur fyrir óttann við að missa af sæti við valdaborðið.
Allir virðast mér taka núverandi lífsstíl kjósenda sem sjálfsögðum. Engin kemur með róttækar hugmyndir um samfélagslegar breytingar. Engin spyr er það þetta sem við viljum! Viljum við þennan hraða, þessa óheftu græðgisvæðingu, manneskjufjandsamlegu fjölskyldustefnu eða þennan yfirgang á aldraða og öryrkja?? Þetta er að verða dýrkeyptur lífsstíll fárra á kostnað meirihlutans!
Mér finnst lífsstíll okkar svo lygilega yfirborðskenndur. Við virðumst lifa lífi sem er eins og ganga á ofurþunnum ís! Ekkert má gerast þá kemur sprunga og jafnvel vök. Og hvað gerum við þá?
Það hefur alltaf legið fyrir hvert húsnæðismálin mundu þróast! Með glæfralegum lánum á hátindi markaðsverðs. Segir okkur líka hvað eignastefnan er úrelt fyrirbæri!
Það liggur fyrir að með núverandi eltistefnu við "græðgislífsstíl" verðum við meira ein og utanveltu. Byggjum sífellt fleiri heimili frá vöggu til grafar. Því engin hefur tíma! Alltaf erum við með dýra matinn og háa búsetukostnaðinn. Og aldrei gerum við neitt í þessum grunnatriðum lífsins.
Vilja ef til vill einhverjir bara vera heima og sjá um börnin sín? Vilja einhverjir búa í góðu húsnæði á góðum kjörum? Vilja einhverjir borða mat sem er eldaður fyrir viðráðanlegt verð í stað skyndibitans sem kostar svo meira. Vilja einhverjir streituminna samfélag?
Erum við hugsanlega að búa til samfélag sem við viljum í raun ekki búa í ?? En engin segir neitt! Ekkert sem verið er að gera í dag bendir til þess að verið sé að snúa blaðinu við eða gera stefnubreytingu. Ekkert bendir til þess að kjósendur séu að krefjast þess heldur!!!
Allt tal um tekjutengingar lífeyrisgreiðslna og bóta eða tvöfalda skattheimtu á lífeyri! Allt tal um lágmarkslaun, skattleysismörk, persónuuppbót og fleiri er aðeins spurning um forgangsröðun. Hvað viljum við fá út úr lífinu? Hvernig lífsstíl kjósum við að lifa? Eða á bara jafnvel að skila auðu? Yppta bara öxlum? Er engin að líta upp úr drullupolli græðginnar og sjá allan dómgreindarskortinn?
Hætta er á að við missum af öllu því góða sem er að gerast vegna álags við að lifa bara einhverskonar lífi.
Hvaða lífsstíl viljum við? Ég vil breytingar og nýjar áherslur kanski bara nýjan flokk fyrir kjósendur.
Það snjóar fyrir norðan! Þetta er Ísland í dag.
Dægurmál | Breytt 21.5.2006 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2006 | 10:58
Dagurinn í dag!
Ég get gert það sem ég vil úr þessum degi. Vakna og ákveð það! Mig langar í dásamlega mengunarlausan, hljóðlátan og kærleiksríkan dag.
Vil gjarnan fá lausn við ringulreiðan og óróleikan sem ríkir í heiminum dag. En spekingarnir segja að fyrst verði allt að versna svo það geti lagast. En er ekki komið nóg? Þessi ótti sem stjórnar oft viðhorfum okkar er í engum takti við innri veruleika ookar sem elskandi manneskjur. Hatur og ótti við innflytjendur, afhverju eða tilhvers? Við vorum innflytjendur einu sinni! Litum inn á við og komum fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur. Græðgi dagsins og líka ótrúleg í bland við öfund og eigingirni. En berlega er að koma í ljós að nýjir bílar, nýjar íbúðir og fleiri ferðir út fyrir skerið gera okkur ekki hamingjusama nema þetta litla augnablik. Augnablikið, þegar við upplifum fyrstu viðbrögðin svo er það búið og leitin að innri hamingju hefst aftur.
Las einhverju sinni að "Það sem er djúpt innra með þér speglast út á við. Þegar jafnvægi, fegurð og friður er hið innra, speglast það í öllu sem þú gerir, segir og hugsar. Ríki hinsvegar ringulreið og ójafnvægi er innra með þér er ekki hægt að fela það því það mun speglast í öllu lífi þínu og lífsháttum".
Hraði og ringulreið samfélagsins, kröfur og grímuklædd græðgi sem er í gangi hér í dag endurspeglar sem sagt innra ójafnvægi. Við erum þjóð í ójafnvægi og leitum eftir jafnvægi í ytri táknum og gæðum. Viljum góðæri núna en ekki í gær það má kosta allann minn tíma, alla mína aura og alla mina sálarró, ég vil góðæri peningana! Ég sé ekki hvernig við eigum að snúa þessu við. Ráðamenn þjóðarinnar eru í þessu skyndihjálparátaki! Og við erum svo þakklát fyrir þetta augnabliks góðæri. Skítt með morgundaginn!
En hann kemur með timburmenn líkamleg sem andleg. En hvað með það fáum nýtt álver en annað sem getur bjargað núinu fyrir okkur. Ekkert annað gildir.
Og auðvitað er það núið sem gildir. Núna þessa stundina vil ég finna frið og vera sáttur við Guð og menn. EN til þess verð ég að gera raunhæfar áætlanir fram í tímann og stefna þangað einn dag í einu. Í friði og sátt og miklu umburðarlyndi.
Ég vil mynda mér uppbyggileg viðhorf til lífsins. Byggja það upp sem er best út frá því sem ég sé í kringum mig og hinu ætla ég ekki að gefa athygli mína, engan lífskraft og þá hverfur það.
Lífið er það sem ég geri úr því. Og þrátt fyrir kosningar, loforð og ósamræmi í tali og efndum trúi ég að góðir hlutir komi út úr næstu borgarstjórnarkosningum.
Ég fæ þann meirihluta sem ég á skilið og ekkert meir um það að segja:)
Fallegur dagur og ég ætla út í sólina og taka mina ábyrgð á þessum degi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)