20.11.2009 | 10:44
Framsóknarsókn með leyfi sjálfstæðisflokks??? Bráðabirgðaformenn þessara flokka láta öllum látum!
Upp á komur þingmanns framsóknar taka engan enda. Kanski ekki von á öðru frá flokki sem er opinn í alla enda? En samt? Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur komu okkur í þessa stöðu með að í blindni láta vini og vandamenn fá útvalda bita og leyfa engu eftirlitskerfi að starfa að reisn. Þeir hofðu á frjálshyggjuna vaða út fyrir drukknunarlínu og björgun illmöguleg.
Flokkarnir sem settu okkur í þennan vanda með aðgerðum eða aðgerðarleysi tala nú af þvílíku ábyrgðarleysi að halda mætti að þeir litu aldrei um öxl. Sjá formenn þessara flokka sem mér virðist ljóst að báðir eru kosnir til bráðabirgða hvert þeir eru að stefna?
Nú er ekki tími árása og stórra orða. Ekki tími niðurrifs án uppbyggingahugmynda. Ekki tími fyrir gengdarlausa frjálshyggjustefnu!
Skattabreytingar frá kerfi fyrir háglaunað fólk til láglaunaðs er löngu tímabært! Okkur er brýnt að fara að nálgast hinar norrænu þjóðirnar hvað snertir félagslegar aðgerðir og framkvæmdir. Eftir áratuga misréttisstefnu ofannefndu flokku sem án miskunnar beittu sig fyrir þá efnameiri verður að koma ákveðið félagslegt jafnrétti.
Hvort ICESAVE verður óendanlegt eða ekki verður að koma í ljós. En margir fyrirvarar eru um hámarks greiðslur og fleira. Þetta er meir en vont mál sem við sitjum uppí með. Afhverju? Hvaðan kom það, spyrjið ykkur góðir hálsar. En uppákomur sem þessar eru engum til sóma. Stórum orðum fylgir mikil ábyrgð og ég er ekki viss um að þingmaðurinn eigi þá ábyrgð til hjá sér. Gott hefði verið að einu sinni sjá þing okkar starfa af reisn og af virðingu fyrir sig og þjóðina.
Það skortir algjörlega auðmýkt fyrir stöðu okkar og hvaðan hún kemur. Það skortir afsökun frá þessum flokkum fyrir sinn hluta í málinu. Það er skortur á samviskutengdum og kærleiksríkum skilningi á eigin afglöpum og á framtíðarsýn fyrir alla þjóðina.
Stærstu mistök Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ababbababb - gleymdirðu ekki ábyrgð Samfylkingarinnar? Veit ekki betur en sá flokkur hafi sofið á vaktinni værum svefni eins og Sjálfstæðisflokkur.
Reisn á Alþingi???? Ekki sammála.
Með kveðju
Eva Sól (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:29
Langar þig svona endilega til að borga Icesave? Gerðu það þá bara! Ekki stofnaði ég til þessara skuldbindinga og sé ekki af hverju almenningur í landinu ætti að borga þetta. Það var vita máttlaus reglugerð EES, samin af ESB sem gerði þessa útrás svona auðvelda fyrir fáa glæpona.
En þú lýsir því hér með yfir á þínu bloggi að undirlægjuháttur þinn fyrir Samfylkingunni og ESB er algjör. Ég hef einfaldlega skömm á fólki sem hugsar á þann veg að við almenningur skulum borga þessa vitleysu!!!!
Hafsteinn Björnsson, 20.11.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.