15.10.2009 | 09:19
Rasismi og valhroki á Íslandi.
Ég hef lengi upplifað flóttamannaaðstoð Íslands sem sérkennilega einhliða og yfirborðskennda. Er í raun tilfinningalegur skortur á mannúð? Þróunaraðstoð okkar í nánast núll krónur og okkar til minnkunnar! En auk þess erum við í raun mjög lokað land nema ef viðkomandi getur unnið okkur beint gagn! Shengen er auðvitað ekki gott mál í augum margra. En þau kyngja og kyngja vegna þess að útlendingarnir vinna það sem þeir vilja alls ekki gera. En flóttamannaaðstoð okkar er í skötulíki. Einkennilegur hroki og kynþáttaupphefjun er í allri afgreiðslu okkur. Erlendir glæpamenn og klíkur koma og fara! Sumir framhjá banni við dvöl hér og þiggja jafnvel félagslega aðstoð. Fangelsin eru notuð sem hótel fyrir suma en annars sjá þeir bara um sig sjálfir því frelsi ríkir í málefnum þeirra á Íslandi í dag.
En tugur flóttamanna veldur usla í kerfinu. Skrifborðsskæruliðar vinna og vinna til að koma þeim úr landi. Allskonar reglur fara í gang jafnvel makar íslendinga fá aðeins árs dvalarleyfi fyrst. Hvað er í gangi undir frjálslega norrænu yfirborði okkar? Fólk bíður mánuðum og árum saman eftir afgreiðslu á málum sínum bara það er brot á mannréttindum!!
Ég skammast mín þegar þessi mál koma upp. Við erum rasistar að þessu leiti og viljum í ákveðnum málefnum velja og hafna eftir sérkennilega einstrengislega rasistalegum reglugerðum og vinnureglum. Hættum þessum vinnubrögðum. Þetta eru fáein mál á ári og ekkert til að tala um fyrir okkur en stórmál fyrir viðkomandi einstaklinga! Hvar er náungakærleikur okkur? Hvar er auðmýkt okkar og umburðarlyndi? Hvar er skilningsríkur og opinn faðmur Íslands þegar um einstaklinga sem koma frá löndum sem eru langt á eftir okkur í flestu sem snertir mannréttindi? Eða hef ég misskilið allt saman??? Er mín skoðun á kærleika og auðmýkt einn stór misskilningur?
Mótmælt við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Athugasemdir
ert þú að halda því fram að´flóttamennirnir séu negrar eða arabar eða asískir og þess vegna eru íslendingar svona vondir við þá?? Ef ekki þá eru orð þín innatómt kjaftæði því rasismi er KYNÞÁTTAMÁL, ekki á milli sama kynstofns!! Þið sem fylla viljið landið af hinum og þessum glæpamönnum sem um leið og þeir eru stoppaðir á Leifsstöð með stolið vegabréf og jafnvel eftirlýstir fyrir morð eins og læknirinn frá brasíliu heimta umsvifalaust hæli sem flóttamenn og raunverulegir flóttamenn sem eiga virkilega um sárt að binda eiga alveg örugglega ekki fyrir fargjáldi til Ísland og hvað þá að þeir viti um Ísland yfirleitt. Það er farið að lögum þegar þessu liði er vísað frá landi og þú og hinir frjálslyndu vinir þínir ættuð að reyna skilja það!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:09
Það er enginn skortur á mannúð í fólkinu. Þessi svokallaða flóttamannaaðstoð er tilkomin af litlum minnihlutahóp sem vill standa í þessu en hefur ekki bolmagn til þess.
Fólkið er þess í stað látið hanga og verða afætur af ríkinu á meðan allt vegna þess að við erum of aumingja góð til að senda fólkið strax úr landi.
Flóttamenn sem vísa fölsuðum vegabréfum eða eru að flýja dómstóla á umsvifalaust að vísa úr landi en ekki láta þá dúsa mánuðum saman líkt og gerðist í verbúðinni í Njarðvík.
Einnig þyrfti að aðstoða það fólk sem kemur til landsins og sækir um hæli að komast í atvinnu og húsnæði.
Ef að fólkið fótar sig ekki þá ætti það ekki undir neinum kringumstæðum að falla á skattborgara. Fólkið yrði bara að snúa til síns heima að ákveðnum tíma liðnum.
Þetta er enginn rasismi í mér enda er slíkt ekki til í mínum bókum. Ég er bara raunsær. Það eru fullt af íslendingum sem búa við skelfileg lífskylirði og fá miklu minni hjálp en flóttamenn og hælisleitendur. Það bara gengur ekki upp.
Einhverntímann var það reiknað saman að flóttamennirnir í Njarðvík kostuðu ríkið 250-300 þús mánaðarlega. Íslendingur með 250 þús krónur í laun fær 170 þús í ráðstöfunartekjur á mánuði og enga aðstoð frá hinu opinbera. Það er bara ekki sanngjarnt.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:13
Hvað skal segja um þetta? Hver og einn sér þetta frá sínum nafla. Ef heimurinn út frá naflanum er lítill og eigingjarn þá er niðurstaðan í samræmi við það!!
percy stefánsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:08
Þetta er barnaleg hugsun hjá þér. Þetta er ekki svona einfalt. Stjórnvöld eru að gera rétt með því að senda þessa aðila af landi brott. Við vitum ekkert um fortíð þessa fólks eða hvort þau séu heiðvirt fólk sem gagnist okkar samfélagi. Auðvitað á það að vera krafa að þeir sem hér fái hæli geti skilað einhverju af sér til samfélagsins. Varðandi búðirnar þarna í Njarðvík hefur heldur betur komið í ljós að oftar en ekki er þetta fólk sem sækir um hæli að flýja heimaland vegna glæpa. Þykist hafa týnt pappírum og sækir um hæli, jafnvel með talsverð verðmæti með sér. Við höfum ekki rannsóknar úrræðin til þess að fylgja öllum þessum málum eftir og því skynsöm laus að senda fólkið burt.
Baldur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:18
Þessi skoðun þín byggist á því að líta á manneskjur sem manneskjur. Hún er óháð lögum og reglum réttarríkissins, hún byggir ekki á því að flokka mannkynið eftir kynþáttum og/eða þjóðernum, heldur á því að manneskja er manneskja óháð þjóðerni og/eða kynþætti. Þessi skoðun byggir á því að manneskja hafi réttindi umfram lög yfirvaldsins, og þannig að ef að manneskja fær ekki mannsæmindi meðferð er réttlætanlegt að brjóta og/eða hunsa lög til að veita henni það. Hún byggir ekki á fasískri hlýðni, að hlutir geta verið órökréttir þó svo að til séu lög um þá og sömuleiðis að þeir geta verið rökréttir þó svo að engin lög gildi um þá. Að það meigi gagnrýna ákvarðanir þó svo að þær hafi verið teknar með vísanir í lög.
Í fasistaríki væru þessar skoðanir taldar óviðeigandi, rangar, vitlausar og í versta falli hættulegur eða ólöglegar. En sem manneskja þá myndi ég segja að þessar skoðanir séu mjög rökréttar og heilbrigðar.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:50
Rúnar, þér er þá alveg sama þótt að dæmdir glæpamenn faí að ganga um götur landsins, óhindraðir bara útaf því að við ætlum að bjarga heiminum ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:10
Hver dæmdi þennan glæpamann glæpamann? Hvaða glæp framdi maðurinn sem gerði það að verkum að hann var glæpamaður?
Ef að maður er dæmdur glæpamaður af írönskum yfirvöldum fyrir að vera samkynhneygður, eða af kúbverskum yfirvöldum fyrir að tala gegn kommúnistastjórninni, þá væri mér ekki bara sama, heldur væri ég stoltur yfir því að svoleiðis glæpamenn myndu ganga um götur landsins, óhindraðir bara út af því að við ætlum að bjarga heiminum
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:55
Kjánalegt Rúnar.
Við erum að veita mannsæmandi meðferð og fara eftir alþjóðalögum. Ekkert annað var gert. Þessir aðilar fá sanngjarna meðferð í Grikklandi, þetta er í raun ekki okkar mál
Baldur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:03
Baldur.
Það er okkar lifnaðarháttur sem skapar þessa flóttamenn. Vestrænn yfirgangur, kerfisbundin arðrán, kerfisbundin stríð, vestrænt eignarhald. Líferni okkar hvítingjana gerir það að verkum að þeir hörundsdekkri fá ekki sanngjarna meðferð í sínu heimalandi. Þú getur kallað það stikk-frí fyrir þessa brúnari bræður okkar og systur að þau fá úrræði hérna á vesturlöndum sem við hvítingjarnir fáum ekki, þ.e. að koma ólöglega inn í land en samt eiga möguleika á að fá að dvelja í landinu. En Baldur, ef þú horfir á heildarmyndina þá er þetta álíka mikil sanngirni og að segja fyrirgefðu við mann sem þú hefur nýlokið við að fótbrjóta, án þess þó að sína yðrun né útiloka það að þú munir brjóta hina einhverntíman seinna.
Þetta er okkar mál. Þetta fólk varð ekki flóttafólk því það var á einhverju flippi eða fylleríi. Heldur lenti það undir í kerfinu. Kerfi sem er samið af hvíta manninum, fyrir hvíta mannin. Við sem tökum þátt í þessu kerfi án þess að gagnrýna það og beinlínis stuðla að því að það haldi áfram í óbreyttri mynd erum að búa til flóttafólk út af kerfisbundinni mismunun, rányrkjun o.s.frv. í þeim hluta heimsins þar sem auðlindirnar eru og nóg af hörundsdökku fólki til að vinna þær handa okkur hvítingjunum. Þau stríð, þær ofsóknir sem þetta fólk er að flýja er bein afleiðing okkar lifnaðarháttar.
Lögin eru ómerk og ósanngjörn. Þau eru gagngert til þess að viðhalda þessu kerfi. Að hlýða þeim í blindni og að gagnrýna þau ekki er hlýðni sem Hitler, Ahmedinejad, Mao og þess háttar lýður hefði fílað. Á meðan lög taka á flóttafólki eins og svikurum, pestum eða illgresi þá ber okkur að hundsa þau og brjóta þangað til þau verða afnumin. Viðföng Milgrams voru jú bara að fara eftir fyrirmælum þegar vísindamaðurinn sagði þeim að gefa lífshættulegt raflost og starfsmenn þriðja ríkisins sömuleiðis. Að fara eftir lögum afsakar ekki hegðun.
Í stuttu máli Baldur. Flóttafólk fær aldrei sanngjarna meðferð fyrr en það hættir að verða til flóttafólk (hælisveiting er ekki sanngjörn, heldur aðeins skárst af mörgu illu) og það að fara eftir lögum afsakar ekkert. Ertu með einhverjar fleiri afsakanir yfir hvers vegna við höfum rétt á því að kerfisbundið kúga aðra kynþætti en okkar?
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:13
Rúnar semsagt ef að íslendingur drepur móður þína og flýr til nígeríu ættu Nígerísk stjórnvöld að framselja hana að segja bara okkur er skítsama látum hann bara dúsa í landinu okkar.
Það er ekki okkar hlutverk að dæma hvort að önnur stjórnvöld geri rangt eða ekki. Okkar hlutverk er einfaldlega að virða þau lög sem eru í gildi annarsstaðar. Margt fólk sem kemur til landsins er gott fólk en margt af því eru líka dæmdir glæpamenn.
Pólsk stelpa sem vann með mér einu sinni sagði mér það að hún hefði séð allavega 2 dæmda morðingja og 1 nauðgara ganga hérna um göturnar eins og ekkert væri.
Á meðan að fólkið fótar sig ekki í íslensku samfélagi þá er það óhæft að fólkið verði blóraböggull á íslensku skattkerfi.
Ef þú villt hafa fólkið hérna þá skalt þú bara bjóða því að búa heimahjá þér og borga það sjálfur.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.