Hæglátt orð "mjakast" en gleðjandi! Neikvæðni í fjölmiðlum hættuleg!

Góð, jákvæð frétt sem mega vera mun fleiri. Atvinnuleysi hefur dregist saman hægt og rólega en betur má gera.  Það verður væntanlega í byrjun næsta árs sem við sjáum meira gerast. 

Að atvinnulausir vilji ekki vinnu er ekki nýtt erlendis.  En að íslendingar séu eins kemur mörgum á óvart en er auðvitað sorglega eðlilegt. Vont að lesa um að við getum sbr. þessu neitað vinnu helst til lengi og haldið bótum.

Neikvæðni fjölmiðla er einn stærsti áhrifa þátturinn í líðan okkar í dag. Með ólíkindum hvernig fréttaflutningur er settur fram fyrir lesendur og áhorfendur.

Uppsláttarfréttir mega vera jákvæðar! Það er uppsláttarvirði að góðir hlutir séu að gerast. En hitt það sem miður er að fara einokar fyrirsagnir fjölmiðla....

Jafnvel jákvæðar fréttir enda með já en ..... svo kemur vond niðurdrepandi niðurtúr í véfréttastíl. Fjölmiðlar eru ekki að leita eftir að skrá nýjar hugmyndir, sprotafyrirtæki eða lífsstílsbreytingar hjá venjulegu fólki. Fjölmiðlar verða að taka ábyrgð á sínum þætti í líðan okkar í dag. Fréttaflutningur er ábyrgðarhluti og það er eðlilegt að flytja einnig það sem vel er gert. Út um allt er verið að gera litla spennandi góða hluti en ekkert heyrist um það - hvað er í gangi hjá prent- og sjónvarpsmiðlum??

Væl um að verið sé að fara illa með hinn eða hitt frá hagsmunaaðilum eins og sveitarstjórnarfólki og stóriðjufólki er orðið vandræðalegt.  Hvar eru nýjar hugmyndir um leiðir til atvinnuuppbyggingar í framtíðinni?

Jákvæð, uppbyggileg gagnrýni er góð en hún virðist ekki vera til hér á landi. Þannig vinnubrögð geta hlúð að, haldið utan um og leitt okkur áfram á nýjar brautir.... þetta þunglyndi fjölmiðla má linna ekki seinna en núna..

Af einhverjum ástæðum heyrist meir og meir um fólk sem hætt er að horfa á fréttir eða lesa um allt þetta neikvæða sem verið er að matreiða ofan í okkur...


mbl.is Hjól atvinnulífsins mjakast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Góð greining hjá þér Percy en það hefur löngum loðað við fjölmiðlana að góðar fréttir séu óspennandi eða engar fréttir en neikvæðar fréttir og þá helst æsifréttir séu góðar.

Bendi maður þeim á eitthvað jákvætt og uppbyggilegt hafa þeir lítinn áhuga en dragi maður fram eitthvað neikvætt sem jafnvel er bara slúður um nágranna, rjúka þeir uðpp til handa og fóta og gera að stórfrétt, æsifrétt eða einhverju enn verra.

Viðar Friðgeirsson, 13.10.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Birna M

Takk fyrir þessa færslu.  Ég er sammála þér um að þessu þunglyndi fjölmiðla megi linna og það ekki seinna en strax.  Eins og fréttir eru sagðar hér oft, finnst manni ekki skrýtið þó hér séu margir á þunglyndislyfjum og finni sig máttlausa til vinnu og góðra verka.  Og þessi íþrótt að rífa hvert annað niður er næstum eins og þjóðaríþrótt íslendinga stundum.  Meiri jákvæða og uppbyggjandi gagnrýni og bjartsýni takk, þar er ég líka innilega sammála þér.

Birna M, 13.10.2009 kl. 10:55

3 identicon

Fjölmiðlar hafa á margan hátt tekið við hlutverki Gróu á Leiti sem fór á milli bæja með slúður og róg ... sama þörf virðist enn í dag fyrir slíkan söguburð og fjölmiðlarnir hafa tekið þetta að sér ... kannski ómeðvitað?

olafur m. (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband