23.9.2009 | 11:13
Geta okkar til að lifa lífið meir en af fer stöðugt versnandi!
Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2% en á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,9%.
Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 7,8%, að sögn Hagstofunnar.
Vörukarfa verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands hefur hækkað um 22-24% í verslununum. Karfan í klukkuverslunum hækkaði um 15-23% frá því í september í fyrra og hjá þjónustuverslununum hækkaði vörukarfan um 9-16% á tímabilinu.
Þetta hér á undan ásamt gífurlegum hækkunum á greiðslubyrði lána vegna vísitölubreytinga hlýtur að sliga hvert meðal heimili. Húsnæðisverð lækkar og lán tvöfaldast eða meira, bílar fara úr 1. mkr. í 2.5 m.kr. og hvað á að gera?
Stórt spurt og enn fátt um svör. Um leið og þetta er að gerast á Heilbrigðiskerfið að skera niður um 7.o milljarða króna! Þar er gífurlega brýnt að gætt sé að forvarnarstarfi allskonar vegna þjóðfélagsbreytingana. Að gætt sé að því að því að fremst meðal jafningja sé aðstoð við fólk í andlegum, félagslegum og/eða fjárhagslegum erfiðleikum. Og að það sé meir en vel passað upp á að börn og unglingar fái aðstoð þar sem það þarf af eðlilegum ástæðum og aðstæðum.
Það er forgangsröðunin núna sem er mikilvægust og að þar sé gætt að og horft til framtíðarafleiðinga alls sem er að gerast hjá okkur, einstaklinga sem þjóð. Forgangsröðunin er dýrmætara tæki en margur sem vill aðeins lifa í algjöru augnabliks ástandi gerir sér grein fyrir.
Það sem verður og er gert núna er vísbending eða ávísun á hvar og hverjir við verðum eftir einn eða tvo áratugi. Svo gætum að okkur og lærum allt sem hægt er af reynslu annarra.
Fljótum ekki sofandi að feigðarósi.
Kaupmáttur lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.