16.7.2009 | 10:35
Heilun í stað reiði!!
Ástandið versnar áður en það getur lagast. Margt þarf að koma í ljós áður en reiði, hatur, græðgi, öfund og eigingirni hreinsast burt og heilun fer fram. Við hjálpum ekki að bæta ástandið ef við flækjumst sífellt inn í það. En auðvitað er erfitt að horfa utan frá á mál sem tengjast okkur öllum svo djúpt.
Hrunadansinn á Alþingi er ekki til sóma. Flestum þar finnst þeir vera algjörlega óeigingjarnir og helgaðir velferð annarra. Of mörgum finnst við hin ófær um að sjá um okkur sjálf. En uppboðið sem fer fram á atkvæðum þingmanna er ótrúlega lítilsvirðandi og lágkúrulegt. Of fáir fá að hafa sjálfstæða skoðun á málum og of fáir virðast sjá að ein kosning um ESB. er nóg. Óbein stjórnum á afstöðu þingmanna er svo auðsjáanleg svona utanfrá og þessi fyrir kosning um ekki neitt er ekki um neitt. Frekar sýnist Alþingi með tvöföldu kosningahugmyndinni vera að ekki taka afstöðu með ESB. málinu að neinu eða einu leyti.
Þetta á við um of mörg mál sem eru á dagskrá þessa síðustu sumarþingsdaga. Málin verða að klárast við Austurvöll svo við getum haldið áfram að koma landi og þjóð í jafnvægi aftur. Og eins og fyrri daginn er engin að ræðum um andlegu hlið þessara mála og gífurleg áhrif alls bramboltsins á Alþingi á þjóðina.
Mikil óvissa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.