22.6.2009 | 09:43
Öryggi okkar ógnað?
Las grein Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors í lögum um siðferðið í evrópskum stjórnmálum og samskiptum. Var frekar hlyntur samningum en er kominn langleiðina í að snúast gegn honum eftir þennan lestur í Fréttablaðinu á laugardaginn.
Þar er m.a. vísað í Louis Henkin sem sagði að alþjóðalög vikju alltaf fyrir þjóðarhagsmunum. Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði.
Endalaust má skrifa en ég vitna áfram í Herdísi "Hví taka þessar þjóðir þá ekki allt eignasafnið sem á að duga langleiðina fyrir Icesave- innistæðunum og láta áhættuskiptin eiga sér stað hér og nú.?"
Áfram segir Herdís "Nú reynir á stjórnspekinga í ætt við þá sem hófu evrópska samvinnu upp úr rústum mikilla hörmunga fyrir meira en hálfri öld. Raunveruleg stjórnkænska er að þora að gera hið ómögulega og takast það. Lymska er heigulsháttur......"
Það er, sé ég nú verið að gera aðför að okkur sem þjóð misnota stærðarmun þjóða og stilla okkur upp við vegg. Ég vil ekki trúa því að ef við segjum nei við Icesave þá fari allt í kalldan kol. Evrópu dómstólaleið væri farsælust en sókn er vörn í þessu máli.
Hærra má heyrast í ráðamönnum varðandi þetta mál. Ég er á móti þessum samningi eftir talsverðan lestur um þessi mál og um hvernig siðmenntaðar þjóðir eiga að koma fram við hvora aðra.
Skuldsetning komandi kynslóða, setning hryðjuverkalaga en eins og Herdís bendir á " Ríkisábyrgð verður ekki til í samtölum manna á milli"
Endurskoðum þetta og stefnum í hina áttina siðferðið og ábyrgðin er okkar. Það þýðir á manna máli að standa með okkur sem þjóð og láta ekki kúga okkur til óeðlilegra og þvingaðra samninga.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Athugasemdir
sammála :)
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 22.6.2009 kl. 10:00
Herdís hefði alveg mátt skrifa svona grein fyrir löngu, það er pínulítið hallærislegt hvað allir hafa vit á málum núna, þegar horft er yfir öxl. Og byrjun á greininni er svo væmin að ég þurfti að hafa mig alla við að halda áfram yfir þann þröskuld. Og söguskoðun hennar um tilurð stál- og kolabandalagsins er sérstök, ákveðnum staðreyndum haldið til hliðar og verða stofnendur þess í einni svipan tandurhreinir hugsjónamenn.
Guðrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.