Sandkassaleikur og vanvirðing við lýðræðið?

Fylgist þokkalega með Alþingi. Það verður að segjast að framrás SDG á Alþingi hefur ekki verið til fyrirmyndar. Hann skapar eins og nokkrir aðrir eigin reglur en SDG er maður fullyrðinga og yfirgangssemi sem fæstir hinna ná að skapa í ræðustólnum.

Framsókn kom í þessu tilviki ótrúlega fram og þeim til minnkunnar hvernig þingmenn þeirra töluðu.  Það versta er að það skortir allan undirliggjandi húmor í tali þeirra (jafnvel kaldhæðni) sem eiginlega gerir þetta að algjöri steypu.  Sjálfsgagnrýni þingmanna er nauðsýnlegur án hans verður starf þeirra innantómt og yfirborðskennt þrasatal alveg sama hver á í hlut.

Forseti Alþingis gerði rétt í að stöðva þessa vitleysu þótt þeir megi almennt alveg stýra umræðunni um fundarstjórn forseti betur! 

Þessi framkoma þingmanna er engum til sóma og dregur enn meir úr trú minni á því sem fer þarna fram.

Gleðilegan þjóðhátíðardag.


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband