Hvað er (ekki) í gangi eiginlega!?

Skattar hækkaðir á bensín, áfengi og tóbak.  Sem væri í lagi ef eitthvað annað væri gert á móti þessu.  Ef ný og heilandi framtíðarsýn væri kynnt um leið því hún er til í næstu framtíð það er ljóst.  

Á meðan almenningssamgöngur dragast saman og engin úrræði eru til að komast milli staða er ekki hægt að hækka bensín. 

Á meðan áfengis- og tóbakshækkanir tengjast hækkun vísitölu og þar með hækkun skulda gengur ekki að hækka þessa hluti.

Ljóst er að breyta verður samsetningu grunns neysluvísitölunnar eða láta hækkanir eiga sig. Þetta verður hringekja vixlverkana sem engan endir tekur ef svona er að málum staðið.  

Það virðist enn vanta að búið sé um þjóðina af öryggi. Enn skortir öryggi í húsnæðismálum og endurskoðun álagningar á matarkörfuna. 

Enn skortir að verið sé að vinna að grunnöryggi okkar um leið og nýjar framtíðar leiðir eru skoðaðar og við þær hafið framkvæmdir.  Það verður að vinna á báðum endum um leið annars er engin trú hjá fólki að lausn sé framundan.

það er fullt af snjöllum lausnum í gangi, nýjar ferskar hugmyndir um hvernig eigi að fá fjármagn inn í atvinnulífið. Hægt væri að losa um hluta af krónu- og jöklabréfunum eftir ákveðnum leiðum með aðstoð erlendra sérfræðinga og fjárfesta.  Hægt er að fá fjármagn hjá lífeyrissjóðum landsins.  Hægt er að breyta skattlagningarstefnunni, hvað er verið að segja um íslensku skattagræðgina við ólíuleitarútboðið!?

Hægt er að nota vatnið okkar heitt sem kallt til að vera með snjalla og trúverðuga umhverfisstefnu. 

Hægt er að virkja alla menntun sem til er í landinum til að fá erlenda aðila hingað sem tengjast  starfsemi tengdu nýrri umhverfisvænni stefnu Íslands sem við eigum að taka upp ekki seinna en núna!

Hægt er að hlúa vel að grunnmenntun okkar og öllum forvörnum andlegum sem líkamlegum varðandi hag einstaklinga og fjölskyldna.  Klúðrum ekki eins og finnar lærum af þeim!  Eflum undirstöðurnar og stöndum saman að nýrri framtíðarlausn.

En varðandi forvarnir virðist sama sem engin áhugi hjá ráðamönnum.  Þetta áhugaleysi eða í raun skort á alvarleika ástandsins bakvið "þetta reddast" er með öllu ólíðandi.  Verið er að skera niður fjármagn sem snýr að forvarnarstarfi og var það í raun ekkert fyrir!  Hér verður að koma til hugarfarsbreyting ef ekki á illa að fara.  Lausnin er að viðurkenna vanmátt okkar og horfast í augu við staðreyndir og biðja um hjálp til að leysa málin.  Við hjá www.lausnin.is viljum efla forvarnir og skilning á stöðu einstaklinga og fjölskyldna í samfélaginu.  Við viljum efla grunnöryggið og skapa pall til að vinna sér áfram frá upp og inn í nýja framtíð.  Sterkar undirstöður eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar.


mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband