11.5.2009 | 11:03
Við erum ekki kærleiksrík þjóð!!!!
Hvað er að okkur sem þjóð? Hvað veldur því að hægt er að láta einstaklinga bíða í 2. ár eða jafnvel lengur eftir svari um dvalarleyfi? Við höfum veitt örfáum einstaklingum leyfi síðustu ár sem er okkur til háðungar.
Ég sem íslendingur skammast mín fyrir þá lítilsvirðingu sem við sýnum fólki sem er í neyð! Eigingirni og sjálfshyggja af vestu tegund er ríkjandi á of mörgum sviðum. Þetta er ekki eina dæmið um afgreiðslu aðferðir Útlendingastofnunar en væntanlega er Alþingi áður búið að samþykkja þessi brot á mannréttindum?
Hvar er opna hjartað okkar? Hvar er umhyggja og skilningur okkar? Hvar er faðmur okkar og afhverju erum við svo hrædd við að opna hann fólki í neyð???
Er ekki nóg komið af sjálfselsku okkar og upphafningu? Hvar erum við í dag stödd vegna þessarar hegðunar okkar? Breytum, förum nýja leið og högum okkur sem siðuð þjóð og verum fyrirmynd mannkærleika.
Boða mótmæli í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Facebook
Athugasemdir
Ég minni á eftirfarandi framsögu frétarinnar:
"Að sögn Hauks Guðmundssonar, forstjóra Útlendingastofnunar, varð niðurstaðan þessi þar sem saga mannsins hefði verið metin ótrúverðug þar sem misræmis gætti í frásögn hans um aðstæður sínar."
Það að einhver segist vera flóttamaður þýðir ekki alltaf að viðkomandi sé að flýja undan ofsókn. Margir vilja einfaldlega koma af fjárhagslegum ástæðum, og fyrir slíkt fólk er annarskonar kerfi.
Staðreyndin er sú að margir segjast vera flóttamenn og misnota kerfi sem ætlað var fyrir fólk sem virkilega hafa við vandamál í heimalandi sínu að stríða.
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:30
Þegar við vorum í vandræðum í Október á síðasta ári .. að þá fékk maður svona á tilfinninguna frá svokölluðum "vinaþjóðum" okkar .. að það væri hver þjóð fyrir sig ... og lítið var um hjálpsemi þaðan .. það var þá helst Færeyjar sem buðu fram hjálp án skilyrða.
Þannig tímar eru bara í dag .. að hver verður að hugsa um sig. Við getum ekki bjargað heiminum ... sérstaklega þegar ástandið er svona.
það eru biðraðir fyrir utan fjölskylduhjálpina .. fjölskyldur með börn að fá ölmusu.. mat.
Eigum við ekki að hugsa um það fólk ... áður en við förum að flytja inn fleiri vandamál.
Eiki (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:34
En þú getur náttúrulega alltaf, Percy .. boðið manninum að búa hjá þér. Þú getur haldið honum uppi ... gefið honum að borða .. og eins og ég segi.. leyft honum að búa hjá þér leigulaust.
Fyrst þú skammast þín svona voðalega mikið.
Eiki (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:36
Ég er virkilega sammála Gunnlaugi Snæ og Eika. Alveg er það stórfurðulegt hvernig íslendingar hugsa. Þetta lið sem er að jarma um að hleypa þessu liði inn í landið, gerir sér enga grein fyrir hvað þetta kostar. Ég spyr enn og aftur hvaðan eigum við að fá peninga til að halda þessu fólki uppi. Og afhverju getum við ekki tekið mið af hinum norðurlöndunum sem í dag ráða ekki neitt við neitt. Stærsta vandamál á norðurlöndum er EKKI kreppan. Það eru bæði INNFLYTJENDUR og svo kallaðir FLÓTTAMENN, sem eru aðalvandamál no 1
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:59
Takk fyrir athugasemdirnar. En ég er ekki alveg sammála ykkur. Við erum ekki að bjarga heiminum, erum frekar léleg í þróunaraðstoð og hleypum fáum en nokkrum inn í land okkar af mannúðarástæðum.
Og annað við eigum alveg nóg handa þeim fáu einstaklingum sem vilja koma hingað til okkur. Alltaf þeiðinlegt að tala um "þetta fólk" fyrir svo utan að við erum langt frá mmjög langt frá öðrum löndum hér í kringum okkur í móttöku á flóttafólki !!
percy B. Stefánsson, 11.5.2009 kl. 15:17
Já.. við erum langt frá öðrum löndum hér í kringum okkur á móttöku á flóttafólki.
Tala nú ekki um t.d Danmörk og Svíþjóð .. enda við sjáum nú í hve góðum málum þau lönd eru í með innflytjendur og flóttamenn.
Að koma hingað og ætla að reyna að kúga þjóðina til að taka við sér ... "EF VIÐ FÁUM EKKI RÍKISBORGARARÉTT AÐ ÞÁ SVELTUM VIÐ OKKUR" ...
Þetta er fáránlegt.
Eiki (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:57
Þetta fólk á bara að vera heima hjá sér og láta okkur í friði.
goldman (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:02
Nákvæmlega þetta fólk er gera það eina sem það kann sem er að kúga aðra.. þau eru að reyna að kúga okkur til að taka á móti þeim inn í okkar land.
og hvað er töfra orðið....RASISMI...
helvítis fokkings fokk...
Við erum stór hópur fólks á öllum aldri sem er komin með nóg af þessu liði, fólk sem hefur búið í nágrannalöndunum og séð afleiðingarnar af því að hleypa svona kúgurum inn í landið sem eru skelfilegar vægast sagt.
Út með þetta allt saman, og vonum að hin evrópu löndin geri slíkt hið sama áður en það er of seint :(
C18 (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 21:01
C18: Út með þetta allt saman og vonum að hin evrópu löndin geri slíkt hið sama áður en það er of seint:(
Þriðji hver íbúi í Málmey í Svíþjóð er múslimi frá Asíu og Afríku! Þeir eru af fyrstu og annari kynslóð í landinu og sænskir ríkisborgarar og engum verður hent út. Barneignir skapa fjölgun um 3,7% milli ára og síðan koma ættingjarnir í þúsundum á ári. Í Svíþjóð verður ekkert stoppað, það er orðið allt of seint! Nú er svo komið að varla er hægt að kaupa kjöt í matvöruverslunum í Svípjóð, oðruvísi en HALALSLÁTRAÐ! Vitið þið hvernig það fer fram? Spyrjið stjörnukokka. Þeir kunna allt.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:17
percy B. Stefánsson hvað er málið með þig??er þessi maður enhvað skyldur þer? ertu ekki að sja ástandið i dag?
No good dead go's un punist
jonhjalpar (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 02:15
Ég er nú ekki sammála öllum sem hér hafa tjáð sig.
Mér finnst sjálfsagt að við leggjum okkur fram við að aðstoða þá sem hjálp þurfa. En á sama tíma verðum við að hafa það í huga að það að taka á móti flóttafólki er ekkert einfalt mál.
Margir sem kalla sig flóttamenn, eins og ég hef nefnt áður, eru einungis að koma af fjárhagslegum ástæðum. Þótt það sé ekki æskilegt er það skiljanlegt, en ef við ættum að taka við öllum þeim væru við í slæmum málum. Ekki vegna þess að við erum að tala um slæmt fólk, en vegna þess að það er takmarkað hversu marga 320 þúsund manna þjóð getur þjónustað í tungumálakennslu, atvinnutækifærum, geðhjálp og fleira.
Til Noregs koma árlega um það bil 18´000 hælissækjendur, aðeins um 1´500 fá hæli í Noregi. Ef við ættum að hafa þá sem fyrirmynd ætti minna en 10% af öllum hælissækjendum til Íslands að vera sleppt inn.
Við erum öll skyldug sem manneskjur að hjálpa hvert öðru, en ef við göngum ekki skynsamlega til verks verður hjálp okkar misnotuð.
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 07:02
Gunnlaugur S. segir að við séum skyldug að hjálpa hvort öðru. Rétt. En hverjir eru það sem misnota okkar hjálp og hvaðan kemur þetta fólk? Og af hverju misnotar þetta fólk okkar góðsemi og hjálp? Einstaklingarnir á Fitjum eru LANDNÁMSMENN með ákveðin boðskap og ekkert annað.
Málið er mjög einfalt: Þeir sem hafa pappíra í lagi fá aðstoð , hinir eru sendir til baka strax. Málið er leyst.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.