15.4.2009 | 15:18
Hægir á prósentunni! En hvað með einstaklinginn á bakvið töluna? Hvar er fjölskyldan?
Í stjórnarskrá Íslands stendur m.a. eftirfarandi: 67.gr. Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess. 68.gr. [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.
Er verið að pynta okkur? Er andlegt ofbeldi viðvarandi í þessari þögn um raunveruleikann? Erum við í nauðungarvinnu hjá okkur sjálfum? Föst í pytti sjálfsblekkingar og misskildu þjóðarstolti. Ég vil fá svar, hvar pössum ég, þú og við inn í þetta allt þetta orðagjálfur? Sum okkar eru í vinnu, erum í öruggu húsnæði en aðrir eru án þessara hluta. Fullorðnir þegja mestmegnis og gleyma oftast að börnin eru þarna! Börnin sem fara svo líka að þegja og fer svo að líða jafn illa og öllum hinum. Þau sem eiga foreldra í örygginu þora ekki að segja frá, að þau ætli og geti og hin skammast sín fyrir getuleysið . Allir veikjast með einum eða öðrum hætti í þessari þögn í lygavef samfélagsins. Stéttarskiptingin verður skýr! Og þó svo að það sé aukaatriði verður allt heilbrigðiskerfið miklu miklu kostnaðarsamara að óþörfu.Í stjórnarskránni stendur einnig: 71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. 73.gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Alla þessa þætti er verið að brjóta á okkur. Oft óbeint af því að hefð er fyrir ákveðinni hegðun þjóðarinnar. Það er eins og "öryggi ríkisins og verndun siðgæðis og mannorðs stjórnmála- og fjármálamanna stjórni allri umræðu. Ég og þú erum peð í leiknum og okkur má fórna ef svo ber undir. Ritskoðun er í gangi vegna þess að ekki er sagt frá öllu! Þagað er um ástand það sem hlýtur að ríkja á mörgum heimilum 20.000 atvinnulausra og fjölskyldna þeirra. Þögn er hefting tjáningarfrelsis . Þögnin segir meir en flest orð um hræðslu stjórnmálamanna við umræðuna um þig, mig og okkur! Um ótta þeirra við of mikla nálægð við þig og mig. En við erum þjóðin! Afhverju hafa upplýsingar um stöðu mála lands sem flokka verið sóttar með töng?
Það er of mikið af skammtímalausnum. Of mikið af "fixum" sem skila augnabliks vellíðan en svo dúndrandi timburmönnum. Það er ekki gengið alla leið til þess að skapa grunnöryggið t.d. varðandi húsnæði og mat.
Hvar er aðstoðin, forvarnarvinnan eða opni faðmurinn þegar um þessi mál er að ræða? Sumir segja þetta er allt ásættanlegt! Ekkert sé að gerast! Allt í lagi en það mun gerast fyrr en seinna og sjálfsagt þegar líða fer á árið. Doðinn er á þessu augnabliki að vernda okkur fyrir sársauka vonbrigðar og getuleysis. En einn daginn bryst reiði og sektarkennd fram og hvar erum við stödd þá. Hvað verður þá um andlega líðan okkar? Hvar verða fjölskyldumálin þá stödd? Hvar verður forvarnarvinnan heima, í skóla og vinnu? Þá munum við segja afhverju gerðum við ekkert fyrr í þessum málum. Afhverju gleymdist umræðan um mig, þig og okkur og tilfinningalegt öryggi okkar? Afhverju sitjum við í súpunni miðri? Afhverju eru ekki aðgerðirnar miðaðar við tilfinnanlegu öryggisþörf okkar? Hvar er opin, heiðarleg umræða um málefni sem snerta okkur innan við húðina? Hver er að vinna að breytingum út frá þörfinni fyrir gleði og hamingju?Atvinnuleysi mælist 8,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.