9.2.2009 | 20:16
Hér talar, skilningshaltur, blindur og heyrnarlaus þingmaður!
Alveg er með ólíkindum að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn beri enga sök á efnahagshruninu!! Hverjir voru við stjórn sl. 18 ár?? Hverjir voru í fjármálaráðuneytinu?? Hverjir réðu flesta embættismenn til starfa?? Embættismennn sem voru við völd í stofnunum ríkisins við efnahagshrunið???
Er mögulegt að Sigurður Kári lifi í einhverjum öðrum heimi en ég?? Ég er ekki hissa því þetta staðfestir aðeins skoðun mína á ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Staðfestir valdagræðgi og ótrúlega óskammfeilni í samskiptum þeirra við fólkið í landinu.
Staðfestir veruleikafirringu sem náði hámarki með ákvörðunum um sölu og frelsi banka og tímabundna óábyrga skyndiflóð lánveitinga þeirra. Staðfestir ótrúlega blindni fjármálaeftirlits, seðlabanka, ráðuneyta, ríkisstjórnar og Alþingis. Afneitun sem eins og annað íslenskt er heimsmet!! Margir vissu en engin vildi viðurkenna ábyrgð okkar og bakka út úr vitleysunni.
Forkólfar eins banka lánar eftir klókaleiðum öðrum banka (eiginlega innherjaviðskipti) eins lengi og hægt er og svo er innlánastarfsemin fræga Ice-save o.fl. hafin erlendis. Og við siglum á beint á skerið og nær en bara nær sökkvum sem þjóð. Auðvitað hljóta einhverjir að hafa séð að allt var eftirlitslaust.
Hverjir voru við völd undanfarin 18. ár nema flokkur Sigurðar nokkurs Kára og flokkur þeirra Halldórs og Guðna í 12 ár. Ábyrgðin hlýtur að liggja þarna. Eða er ég ekki staddur á sama stað og fyrrverandi stjórnendur landsins???
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.