23.1.2009 | 15:35
Lokaummæl Harðar ?
Jamm, ekki er gott að gefa svona svar. Rétt er að veikindin hafa ekkert með sjálfa baráttuna að gera. En samt á samkenndin að vera sterkari en baráttan, hún brýst í gegn eitt augnablik. Samkennd á ögurstundum er finnst mér siðferðisleg gjörð og ég get ekki séð annað en Hörður hafi skotið sjálfan sig í fótinn.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Athugasemdir
Þú líka Brútus?
Torfi Kristján Stefánsson, 23.1.2009 kl. 15:39
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 16:24
Sammála Percy. Þetta svar er afskaplega ljótt og ólíkt Herði að svara svona. Veikindi eru alvarlegs eðlis og Geir fékk ekki niðurstöðuna fyrr en á þriðjudag.
Hitt er annað mál: Þekkið þið einhvern sem vill VG, Samfylkingu og Framsókn saman í stjórn???? Ég vil nýtt fólk. Dæmi Þorvaldur Gylfason, Einar Árnason hagfræðingur Eflingar, Ólafur Ísleifsson og svo framvegis. Fólk með viti sem hefur aldrei í þingsal setið.
Anna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:32
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.