Endurnýjun í forustu allra flokka?

Þótt ekki sé víst að algjör stefnubreyting verði hjá framsókn er þó forustan sjálf ótengd gömlu spillingarmálunum.  Þó er ljóst að með nýju fólki koma nýjar áherslur.  Vonandi sem lengst frá því lokaða stjórnkerfi sem hefur ríkt fram að þessu. 

En hvað gera hinir flokkarnir?  Breyta þeir í forustu sinni? Ljóst er að í öllum flokkunum væri hollt að gera breytingar.  Koma með nýtt fólk sem tengist nútímanum meira og vinnubrögðum okkar tíma.  Brýnt er að hið lokaða stjórnkerfi dagsins víki fyrir opnari nútímanlegri samfélagsgerð.  Stjórnmálum í nútímanum þar sem einstaklingurinn er í fyrsta sæti ekki flokkarnir.

Sjálfstæðisflokkurinn er með sinn Bjarna Ben. sem næsta mann inn í forustuna! Með honum væri farsæltl að fá aðra en fullorðna Heimdellinga.  Unga íhaldið er um margt ansi gamalt og þröngsýnt.  En ein og ein perla er þar örugglega.

Vinstri Grænir væru í góðum málum með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem næsta formann. Einnig hún ætti að fá til liðs við sig flokksmenn sem eru lausir við fortíð stjórnmálanna.  Eldri liðsmenn gætu verið góðir ráðgjafar og liðsmenn fyrir flokkinn.  En brýnt er að fá inn ferska vinda sem blása með þeim sem fyrir eru,  Vinstri Græna inn á ferskari brautir.

Samfylkingin þarf á nýju fólki í forustu að halda eins og aðrir flokkar.  En hver ætti það að vera?  Ekki alveg ljóst en þó er Dagur B. Eggertsson líklegur til forustu.  En hér eins og annarstaðar leynast örugglega góðir flokksmenn sem eiga eftir að koma í ljós. 

En tíminn er naumur og þetta verður að gerast á fyrri hluta þessa árs.

Vangaveltur sem eru skemmtilegar og nauðsynlegar.


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband