Pillu- og vísitöluumræða en fjölskyldumálin á villigötum?

Blöðin eru full af umræðu fjármálalegs eðlis.  Heimili, fyrirtæki fjölskyldur eru gjaldþrota en umræðan snýst um pillur, fjármál og vísitöluleiki.  Of oft um kostnaðinn við heilsugæsluna! En ekkert um afhverju er þessi kostnaður svona mikill? Hver er ástæða þessa pilluáts?

Geigvænleg þögn ríkir í samfélaginu um allt er snýr að líðan fólks! Það er einfaldlega ekki rætt!  Allt snýst eðlilega um að bjarga lágmarksframfærsluþörfinni.

Afhverju eru td. geðtengd lyf gefin og hvernig er lyfjagjöfinni fylgt eftir með annarskonar félags- og fjármálalegri aðstoð. 

Lán hafa hækkað þvílikt að það á ekki einusinni að ræða það!  Það á einfaldlega ekki að borga þessa vitleysu sem allar gengis- og vísitölubreytingar hafa valdið.

En hvar er verið að fjalla um áhrif alls þessa á fjölskylduna?  Hvar er tekið í heild sinni á málefnum hverrar fjölskyldu og hvers einstaklings?

Húsnæði og matur er grunnþörf.  Ef það er ekki í lagi klikkar flest annað! Fjölskyldan gleymist, samskipti detta niður og hver er fyrir sig að bjarga sér. 

Vímulaus æska foreldrahús er td. staður sem veitir fjölskyldum og einstaklingum ráðgjöf.  Helst á á að gera það um leið og erfiðleikar koma upp, heima fyrir í vinnu eða skóla.  Allt hefur nefnlilega áhrif á félagslega og heilsufarslega ástand okkar.  Skiptir þessvegna samfélaginu máli. Vímulaus æska getur boðið fjölbreytta aðstoð fyrir fjölskylduna.

Samræmda heildarráðgjöf þarf fyrir fjölskylduna td. með heimilislækni sem byrjunarstað fyrir alla og þaðan er leitað út til annarra sem eru að vinna í fjölskyldutengdum málum.  Fjölskyldutengd mál eru týnd í umræðunni og samskipti fólks engin eða lítil því barist er fyrir mat og húsnæði. Gleymum þessu ekki!  Pillurnar leysa stundum grunnvanda fólks en svo kemur allt hitt í daglegum samskiptum okkar við aðra og okkur sjálf. Tölum saman leysum málin.

 


mbl.is S-lyfjakostnaður jókst um 39,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörgu leiti sammála þér og væntanlega eru lyf ofnotuð í stórum stíl og bæði lyfseðilseld lyf auk alls kyns bætiefna.  Einnig er sjúkdómsvæðing í samfélaginu.

Þessi S-tengdu lyf eru annað þetta eru sérhæfð lyf sem gefin eru við alvarlegum gigtsjúkdómum hjá fullorðnum og börnum, krabbameinum m.a. eitlakrabbameini og hvítblæði.  Þetta eru lyf við MS (mænusigg held ég það kallist á íslensku).  Þetta eru lyf við psoriasis, sjaldgæfum sýkingum eins og HIV/AIDS.  Þetta eru það sem kalla má meðferð alvarlegra veikra.

Á síðasta ári var "loksins" farið að nota Tysabri við MS þessi meðferð getur haft í einstaka tilfellum geysigóð áhrif og kostar 3-4 miljónir árið fyrir hvern sjúkling.  
Meðferð mót alverlegum psoriasis kostar næstum svipað og eins á alvarlegum gigtsjúkdómum.  Það sparast annar kostnaður.  Oftast er gríðargóð áhrif af meðferðinni.  Það er einungis einn framleiðandi að þessum lyfjum "block busters" sem eru geysilega dýr.  Núna á næstunni koma væntanlega gríðarlega góð og dýr lyf við Altzheimer.  Spái að lyfjakostnaður mun a.m.k. þrefaldast á næstu 5 árum ef íslendingar eiga að eiga fá hliðstæða meðferð eins og gefin er í þeim löndum sem við viljum miða okkur við.
Kostnaðurinn eykst náttúrulega þegar Landspítalinn ekki getur greitt skuldir sínar eins og gerðist víst í fyrra.  Í öðrum löndum eins og Noregi þar sem ég þekki til kaupir ríkið þessi lyf í magnkaupum til að spara og þetta þarf síðan að borga í beinhörðum gjaldeyri enda tekur enginn við íslenskum krónum enda erum við að fá á okkur orð þurfalinga og vanskilafólks. 

Það er náttúrulega í stöðunni að ríkið geti ekki borgað og á þá fólk tvo kosti að flýja land eða borga þetta sjálft með samskotum eða úr eigin vasa.

gunnr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband