29.12.2008 | 12:02
Alþjóðasamfélagsleg ábyrgð!!
Sammála yfirlýsingu um árásir Ísraelsmanna á Gaza. Ekkert samband er á milli þessarar grimmdar og raunveruleikans á svæðinu. En alþjóðasamfélagið sefur og Bandaríkin halda hlífisskildi yfir hryðjuverk Ísraels.
Ég skil ekki hvernig þetta ástand hefur getað varað í 60 ár. Hvernig er hægt að leyfa þessa grimmd ? Lokun svæða, matarskortur, lyfjaskortur skortur á mannréttindum er það sem Palestína verður daglega fyrir frá hendi Ísraels. Múrin mikli er svo enn eitt sem ómögulegt er fyrir mig að skilja. Það sem er að gerast þarna er mér illmögulegt að skilja en ég veit að þetta er raunveruleiki fyrir báðar þjóðirnar.
Afstaða Íslands er svo yndislega dipló. Hvar er hugrekki okkar sem sjálfstæð þjóð? Hvar er skilningur okkar á frelsissviptingu Palestínumann? Hvar er skoðun okkar á ábyrgð Bandaríkjana? Afhverju þorum við ekki að mótmæla af krafti td eins og gert var vegna baráttu Eystrasaltsríkjana. Þetta er ekkert öðruvísi og okkur ber að mótmæla og sýna hugrekki og samúð með fólki sem hefur alla sína tíð lifað sem flóttafólk.
Og enn á þriðja degi heldur þessi ósköp áfram án íhlutunar nokkurs. Það er á okkar ábyrgð og allra annara frjálsra manna að stöðva þetta!! Hvar er einarðleg afstaða okkar á móti þessum árásum og samúð okkar með Palestínu? Hvar er ríkið Palestína?
Vilja slíta samskipti við Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://www.palestinemonitor.org/spip/spip.php?article6
Palli (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.