Eru Vinstri Grænir tilbúnir í stjórn?

Ég sem stuðningsmaður VG hef ýmsar hugmyndir um þetta.   Málefnin eru góð og ESB- viðræður komnar inn í myndina sem framkvæmanlegar en aðeins með kosningum.  Eftirfarandi eru hugmyndir mínar og upplifun sem áhorfandi.  Og út frá því er þetta skrifað.

Eins og ljóst er vantar sterkan leiðtoga inn í nýjan tíma Íslands.  Engin í núverandi ríkistjórn myndi ná trausti kjósenda eins og er.   VG hefur sterkan formann með miklar hugsjónir.  En ég upplifi einhvern óljósan skort á leiðtogaupplifum þegar hann kemur fram.  Traust er stóra orðið í kosningunum næsta vor.  Þessa útgeislun sem leiðtogi verður að hafa er mikilvægur þáttur í að ná árangri í kosningum.  Formaður VG hefur sterkar hugsjónar og er fylgin sér og ef við þetta bættist sem bónus þetta óráðna "leiðtogaútgeislunin" væri þetta fullkomnað.  Þetta er mín upplifum og ekkert annað.  Það er nauðsýnleg upplifun fyrir mig sem kjósanda að leiðtogi sé traustur og með sterka útgeislun sannfæringarinnar.  Það er skortur á traustum leiðtogum og ef hann stígi fram mundu margir kjósa einstaklinginn með málefnasannfæringu. 

Á flokksráðsfundi VG fyrir skömmu frá margt áhugavert samþykkt.  En eins og aðrir flokkar var líka að mínu mati flest of opið og of túlkunarhæft í of margar áttir.  Eftirfarandi aðgerðarlisti er t.d. góður en segir of lítið í raun.  Listinn nær ekki inn í málefni stundarinnar nær ekki að snerta tilfinningu mína fyrir því að nú sé þetta komið áleiðis.

Helstu aðgerðir á næstunni:

  • Boðað verði til kosninga.
  • Sett verði þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og vaxtabætur hækkaðar.
  • Stöðvuð verði öll nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði í það minnsta.
  • Umtalsverðu viðbótarfjármagni verði strax veitt til sveitarfélaganna.
  • Opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum, nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun.

Þetta lítur vel út en einhvernveginn skortir hér innblástur hugsjóna og framkvæmda nær tilfinningum kjósenda.  Hugmyndir sem ná til hversdagsvanda fólksins hluti sem snerta okkar frá morgni til kvölds þessa stundina.

Hugmyndir um : Fjármál ríkis- og fjölskyldna, húsnæðismál, sjúkra- og læknamál og ekki síst málefni öryrkja og aldraða.  Mál sem snerta mig og mína og fá mig til að trúa að til sé réttlátt samfélag.  

Hugmyndir um hvaðan á að taka fjármagnið! Er það frá skrifstofu og ráðuneytiskerfunum eða frá efnameira fólki,  frá raunjöfnun skatta og bóta eða úr utanríkisþjónustunni?  Er það með endurskoðun á allar þessar skerðandi óskiljanlegu tekjutengingar við allt og ekkert hjá okkur?

Hvernig á að gera daglegt líf venjulegs íslendings gott og friðsælt.  Hvernig á að forgangsraða hin ýmsu málefni fjárlaga? Verður þetta hægt? Hvað verður nýtt í öllu þessu?  Hvað er ég að kjósa?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband