1.12.2008 | 10:58
Lausarmiðuð samvinna?
Satt er það, fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Neikvæð umræða, neikvæður tónn þúngbúin andlit allt gerir þetta lífið erfiðara. Minnir á glæsiráðamannaröðina í Moskvu á tyllidögum. En svo er á bakvið verið að brölta, gera hlutina. Þetta fréttist svo í sér útbúnum fréttamannfundarskömtum í magni og athæfi sem gerir fjarlægðina við okkar borgarana sýnilega öllum. Og allt í fyrirfram snilldarlega ákveðnum upplýsingaskömtum sem kosnir fulltrúar okkar vilja meina að við sem íslendingar þolum.
Það er 1. des. og ætti að vera mikill hátíðadagur en verðgildi hans hríðfellur eins og krónan! Sjálfstæði okkar varð til á þessum degi 1.des. 1918. Þá tókum við ábyrgð á landi og þjóð. Nú segjast ráðamenn ekki bera persónulega ábyrgð á þessu hruni! En hver er að segja það?
Embættin, stöðurnar sem þið hafið er tákn ábyrgðar ykkar. Sýnileiki þess að þið hafið viljað, sóst eftir þessum stöðum og í þessu felst ábyrgð ykkar. Persónuleg eða ekki breytir engu, staðan krefst þess að ábyrgð sé tekin.
Eftirfarandi máltæki segir mikið fyrir mig "Í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans og vera ekki hrædd(ur) við að viðkenna breyskleika minn."
Claus Möller segir að við þurfum sterkan leiðtoga sem við treystum. Hvar er hann í sjónmáli? Og hver er í raun óvinurinn? Ekki veit ég en held ekki að hann sé slagurinn milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Frekar er óvinurinn, óvissan, skortur á trausti, skortur á leiðtoga, skortur á markvissri fréttamennsku einhver óskiljanlegur skortur - eins og vítamínskortur að haustlagi.
Þetta óöryggi eyðileggur alla getu til að vera af alhug í lausnarmiðaða vinnu. Það þarf kjark og auðmýkt að byrja á ný með nýja hugsjón að leiðarljósi. Hver getur leitt þessa vinnu?
Íslendingar einblína á vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.