Skortfréttamennska eða hvað?

Allar fréttir um málefni Glitnis hafa verið í upphrópunarstíl.  Alveg eðlilegt vegna svo margra þátta!  En eins og alltaf vantar alvöru fréttaskýringar og rannsóknarmennsku.

Eitt sem mér finnst vanta er frekari skýring á aðdraganda atburða sl. helgar. Þetta gerðist ekki allt um þessa helgi.  Hver var undirbúningur ríkisstjórnarinnar vegna breytinga á fjármagnsmarkaði sl. 14. mánuði.  Ég vil sjá dagbók viku fyrir viku hvað hæstvirt stjórnin var að gera til að forða áföll og vera í alvöruvöru forvarnarstarfsemi.

Einnig er nauðsýnlegt fyrir mig sem venjulegan "Jón" að sjá fjármögnun þessara svo "karlaða" útrásarfyrirtækja.  Er virkilega öll útrásin byggð á því að allt var fullt af endurnýanlegum lánum? Hvernig voru ráðstafanir þeirra sl. 14. mán. vegna breyttra aðstæðna?    Hver var og er reynsla þeirra sem stóðu fyrir þessu,  í fyrirtækjarekstri og útrásum og lífsreynsla því hún skiptir máli?   Var einhver klöpp til að reisa allt á eða var allt á sandi byggt og hrynur við minnstu öldu sem kemur að ströndu?  

Voru fyrirtæki, almenningur og ríkisstjórn á peningafylleríi og er þjóðin timbruð í afneitun að forðast að skoða aðdraganda málsins og ábyrgð hvers þáttakanda? Ekki veit ég en er fullur af spurningum.

 


mbl.is Kallaði ráðherra og þingmenn á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband