Skammtímahúsnæðisvandamálalausnir!

Bretar virðast ætla fara eins að og við hér á Fróni.  Skammtímalausnir, kjörtímabilalausnir á vanda sem öðrum verður svo ætlað að leysa. 

Það verður að koma hér ríkisstjórn sem tekur af alvöru á grunnvanda húsnæðismála. 

Uppbygging alvöru leiguíbúða, með alvöru lán að baki fyrirtækja sem byggja þær.

Lengin húsnæðislána til 60 ára og afnám verðtryggingar af einni íbúð til eigin nota. 

Húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta sem miðast við að notandi greiði ekki meira en c.a. 25% af tekjum í húsnæðiskostnað. 

Tekjutengingar verði endurskoðaðar.  Tekjutenginar virðast vera til að ríkið þurfu sem minnst að greiða og eru í ofanálag alltof brattar í lækkun.

Hönnun íbúða verði endurskoðuð með markmiðið að nýta fermetrana sem best.  Ekki eins og er hér í dag með okkur í flestum fermetrum á mann í heiminum.  Og flestir eru til lítils brúks því miður.

Bretar eru þrátt fyrir allt með leigu- og/eða hlutakaupaíbúðir sem danir og svíar eru svo duglegir við.  En við eigum að kaupa og sprengja okkur vegna áróðurs um að öryggið sé að eiga.  Afhverju er fólk bretar sem íslendingar að missa húsnæðið sitt?  Gæti verið að lánamarkaðurinn sé frumstæður, að allur kostnaður sé úti á túni fyrir venjulegt fólk?

Í þessu sem svo mörgu viljum við að yfirborðið sé fallegt.  Ekki rugga bátnum þá kemur vitleysan í ljós.  Og enn bólar ekkert á alvöru breytingum sem skipta raunverulegu máli varðandi búsetukostnað venjulegs íslendings.  

 


mbl.is Bresk stjórnvöld boða aðgerðir á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband