28.8.2008 | 09:48
Gleðitáradagur!
Það er svo gaman að vera saman í gleði og hamingju. Við eigum nóg af dögum vísitölu og dýrtíðar en sjaldnar leyfum við okkur að njóta hamingjunnar.
Ég hef fylgst með þessari atburðarrás og oftar en ekki hafa tár læðst fram. Birting hamingju eins og brosið og hláturinn. Aldrei er nægjanlega gert af svona sameiginlegum stundum sem eru bara þarna eiginlega af því bara og ekki vegna neins annars. Eins og ég heyrði sagt mánaðarlegar uppákomur yfir sumarið er nauðsynlegt. Við íslendingar erum alltaf að læra að sleppa meir og meir og leyfa okkur að njóta gleði augnabliksins. Ég er þakklátur öllum sem hafa lagt á sig þrotlausar æfingar til að gera þetta mögulegt.
Annað er svo að það virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ætlað að (mis) nota þennan atburð í pólítískum tilgangi og er það miður. Allt þetta pólitíska nöldur hefur aðeins skemmt fyrir nöldrarana og þá sem vilja ætið hengja hatt sinn á haus einhvers annars.
Njótum þessa alls án skilyrða um annað en hamingju augnabliksins í endurgjald. Svona blik eru dýrmætari en mörg orð og loforð um framtíðar glanstímakjörtímabil. Einn dag í einu í trú á bjartan morgundag er aðferð sem reynist flestum vel. Tak fyrir frábæran árangur og frábæran dag í gleði.
En hvar var Dorrit?
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.