Eignaupptaka verðtrygginarinnar? Sjálfskaparvíti?

Enn eru að koma fréttir um innlausn Íbúðalánasjóðs á íbúðum. Nú eru það leiguíbúðir fyrirtækja sem hafa rétt til að leiga út íbúðir. 

Hvað ætli séu svo margir einstaklingar að missa íbúðir vegna lána hjá Íb. eða bönkunum?

Geðtruflun,  afneitun á raunveruleikan hefur ríkt hér í mörg ár.  Stattu þig maður, móttó sem þjóðin notar sama hvað kostar.  En hvenær ætlar einhver flokkur að taka venjulegt fólk að sér?  Hvenær á í raun að skoða rétt venjulegs launafólks til grunnöryggis í okkar samfélagi?  

Hef í áratugi talað fyrir tveimur þáttum sem skapa öryggi,   matur og húsnæði.  En engin flokkur er með þetta af alvöru á dagsskrá.  Hvað þá að framkvæmt sé af alvöru og trúverðugleika.

Engin segir við ætlum að sjá til þess að ákveðnir matarflokkar séu á viðráðanlegu verði miðað við lægstu laun.

Engin segir við skulum sjá til þess að engin borgi meir en 25 til 30% af tekjum vegna venjulegs húsnæðis.

Engin flokkur talar af ábyrgð og alvöru um lækkun á sér matvöruflokkum, viðráðanlega greiðslubyrði af einni venjulegri íbúð, afnám verðtryggingar af húsnæðislánum.

Engin talar um lengingu lánstíma húsnæðislána við byggjum ekki úr torfi í dag. 

Engin talar um lagfæringu á vaxta- og húsaleigubótum og öllum tekjutenginum sem halda þessu í skefjum fyrir ríkið.

Engin flokkur er trúverðugur þegar rætt er um rétt fólks til öryggis í húsnæðismálum og rétt allra til hollrar matar á viðráðanlegu verði.

Hver ætlar að breyta þessu?


mbl.is Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband