15.11.2006 | 08:48
Sá ykkar sem syndlaus er.......................
Mörgum brá þegar Árni Johnson kom í viðtal og lýsti yfir iðrun sinni! Iðrunin var skilyrt hann var nefnilega dæmdur vegna tæknilegra mistaka sagði minn maður en ekki vegna sektar. Brot hans voru ekki raunveruleg heldur bókhaldslegar rangfærslur. Þetta var ekki iðrun heldur tæknileg útfærsla brotamans á getuleysi sínu til að biðjast fyrirgefningar. Ekki góð byrjun á þingmennsku, ekki góð byrjun á nýju lífi alls ekki trúverðugt upphafsstef. Ég undrast enn blindni Árna að fara í framboð í stað þess að láta siðferðisvitund ráða för og láta gott heita. Og hvaðan kom þessi stuðningur?
Tæknileg misstök sagði líka sendiherra Ísraels um morð á óbreyttum borgurum í Palestínu Ótrúlega ósvífin framkoma þessa fulltrúa nýrrar aðferðar hryðjuverka! Aðferðar hinna tæknilegu mistaka! Ég undrast alltaf undanslátt evrópuríkja við Bandaríkin sem þegja látlaust yfir hrikalegum aðferðum Ísraels við nágranna sína. Og ekkert er talað um múrinn mikla sem aðskilur fólk frá vinum og vinnu sinni og er ekkert betri en múrinn sem var á milli Austur og Vestur Þýskalands. Hrópandi níðingsleg framkoma Ísraela í garð Palestínu er eitt af stóru málunum en ekkert rætt af viti neinsstaðar. Auðvitað eru Palestínumenn ekki saklausir í öllu og aðferðir þeirra orka oft tvímælis en ekkert réttlætir þessar aðferðir Bandaríkjanna og Ísraels.
Áhugai heimsins er ekki nægjanlegur þetta er ekki nógu spennandi? Engin virðist ætla taka ábyrgð á þessum harmleik og flotið er að feigðarósi meðan heimurinn horfir í aðra átt..............................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.