Sannleikurinn er kamelljón!

Lifðu í fullkomnum friði. Reyndu ekki of mikið á þig til að skilja það sem þér er ekki ætlað að skilja.  Staðreynd er að alltof mikill skilningur, spenna og áreynsla er komið í lífið.

Er ekki vanur að ræða persónur og flokka en ætla bregða mér út af og spá í spilin!

Sá Steingrím Joð í gærkvöldi í Kastljósi assk... stóð hann sig vel.  Sá besti til þessa svaraði þannig að ég skildi hann og allt virtist hugsað frá upphafi til enda.  Trúverðugur og án efa besti formaðurinn sem er í boði dag. Er fastur fyrir en til í mátulega samninga.   Ingibjörg Sólrún var góð um daginn hefur verið vaxandi sl. vikur.  Einhvern veginn virðist hún ná tengingu inn á við og talar meira af trúverðugleika og ró.  Velferðarflokkarnir tveir verða að ná góðum kosningnum!

Hvað er framsókn að hugsa?  Auglýsingarnar eru fráleitar og alveg út úr kortinu.   Skil bara ekki spunameistara þeirra þetta er bara lélegt og leiðinlegt.  Þeim væri nær að nota Valgerði og Siv meira en líklega með sitt hvorum hættinum.  Þær eru ansi ólikar.

Og hvað með þessa heræfingu í boði íslendinga! Er ekki í lagi á stjórnarheimilinu?  Er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera utan herbandalaga og ekkert meir um það að segja. Gætum verið margfalt öflugri í samskiptum þjóða sem heilsteypt friðarþjóð.  Heræfingar og svona brölt gerir okkur ótrúverðug svo ekki sé meira sagt.  Eitt er gæslubandalag við norrænarþjóðir á friðartímum allt annað er heræfingarbandalag sem birtist núna í grárri dýrð.

Um Sjálfstæðisflokkinn hef ég ekkert að segja.  Leiðist hann eiginlega í þessari skoðunarlausu  flokksráðandi nánast ólýðræðislegu pýramídavaldamanna fyrirkomulagi.

En eins og sagt er,  láttu ekkert trufla þig eða valda þér þjáningu.  Vertu aðeins viss um að allt verður mjög gott, mjög gott ef rétt er staðið að málunum. Opnaðu hjarta þitt í einlægum kærleika og þakklæti og lifum þennan dag í friði og sátt. 

Munum að sannleikurinn er kamelljón!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Er hjartanlega sammála þér varðandi þessar heræfingar á landinu. Auðvitað eigum við að standa utan alls hernaðarbrölts, þannig gætum við komist í góða aðstöðu sem friðarpostular í heimi sem svo oft virðist vera snarbrjálaður.

Guðmundur Örn Jónsson, 6.5.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kjósum rétt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skil nú aldrei neitt í neinu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband