27.4.2007 | 15:43
Húsavíkursáttmáli þjóðkirkjunnar við sjálfan sig?
Tillaga felld um heimild til hjónavígslu samkynhneigðra. Önnur tillaga ekki síður mikilvæg "Prestastefna 2007 ályktar að prestum þjóðkirkjunnar , sem það kjósa, verði heimilað, að vera lögformlegir víglsumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnefndar". Þessari tillögu var vísað til biskups og nefndar! Með 43 atkvæðum gegn 39 atkvæðum sem er mjög naumt.
Blessunarform til handa samkynhneigðum sem hefur verið framkvæmd síðustu ár var hinsvegar samþykkt. Þetta þýðir að óbreytt ástand ríkir í afstöðu þjóðkirkjunnar til hjónavígslu samkynhneigðra. Svona samþykktir eins og þessi er svona "aumingjagóð" á þessum tímum. Ótti fárra embættismanna þjóðkirkjunnar og valdgræðgi þeirra allt byggt á hæpnum forsendum stýrir ákvarðanir prestastefnunnar. Sumum líður hreinlega illa utan eigins þekkts varnarsvæðis í þessu tilviki eigin skilgreiningu á hverjir heyri Guðs ríki til. Þannig kemur þessi samþykkt og þetta dugleysi biskups og prestastefnunar fyrir mér fyrir sjónir. En lífið er ekki stríð og fólkið ekki óvinirnir. Ótti prestastefnunnar við að stíga skref kærleikans inn í stærri, opnari og óþekkta vídd má ekki stöðva réttlætið og sannleikann um lífið. Guð, máttur okkur æðri er lífið sem við öll eigum rétt á að lifa. "Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði" orðin voru mörg t.d. kærleikur, umburðarlyndi, samkennd og kynhneigð án skilgreinar utan gagnkvæmrar virðingar.
Það er auðvitað ekki hægt að eyða mörgum orðum á þessi ósköp sem prestastefnur virðast vera. Alþingi verður að taka af skarið um þessi sjálfsögðu mannréttindamál og afgreiða þetta.
Prestastefnur síðustu ára hafa fjallað um þessi mál án þess að komast að niðurstöðu. Og áfram heldur þetta niðurstöðuleysi embættismanna þjóðkirkjunnar. Er nokkuð eftir nema klippa á sambandið milli ríkis og kirkju? Samþykkja heimild á Alþingi til handa öllum trúfélögum sem svo kjósa að gera, að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Og halda áfram að lifa í sátt og samlyndi og gagnkvæmri virðingu fyrir kærleika þeim sem býr í hverju og einu okkar.
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Athugasemdir
Kæri Percy! Einhver misskilningur er í gangi um síðari tillöguna sem þú nefndir. Þegar hún kom fram á stefnunni var gerð dagskrártillaga um að bera hana ekki undir atkvæði heldur vísa henni til biskups. Ég var einn þeirra sem var á móti því (sumsé einn af þessum 39). Ég vildi fá að greiða atkvæði um tillöguna því þá ætti að koma í ljós hversu margir prestar væru tilbúnir að gerast lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar. Á síðasta degi stefnunnar, undir liðnum önnur mál, kom svo tillaga um að biskup léti fagaðila gera könnun á því hversu margir prestar styddu nefnda tillögu. Sú tillaga var samþykkt. Könnunin verður því gerð og á að vera lokið fyrir 1. júní. Enn eru því ekki komin öll kurl til grafar. Kveðjan best að norðan, Svavar
Svavar Alfreð Jónsson, 27.4.2007 kl. 21:54
Sæll Svavar, takk fyrir leiðréttinguna þetta hefur snúist við hjá mér. En þetta var einhvernveginn það sem ég átti við en fór í hringi með. kv. Percy
percy B. Stefánsson, 28.4.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.