10.3.2007 | 12:07
Steypu- og malbiksmartröð.
Ég hef undanfarið verið að ferðast um höfuðborgarsvæðið. Mér er ykkur að segja verulega brugðið! Erum við ekkert að læra af fortíðarstórsteypuslysum? Ég er ekki í vondu skapi en samt þetta er ekki hægt hreinlega. Erum við ekkert að læra af svörtuslikjunum í stað grænu sem skera allt sundur? Nafli Reykjavíkur er að verða þéttriðað stórslys forljótra háhýsa. Held að byrjunarmistökin liggi nýja menningarhúsinu við höfnina sem á eftir að slá öll met í steypunotkun eins og það hafi verið aðaltilgangurinn. Hvað varð um framsæknar hugmyndir erlendis frá um mikla starfsemi neðanjarðar og íslenska húsagerðarlist ofanjarðar frá Þýskalandi? Hvað er að verða um Mýrargötuskipulagið? Afhverju er ekki hægt að leyfa atvinnustarfseminni eins og Daníelsslippnum og fleirum að vera þarna og byggja lága fallega byggð í kringum höfnina? Hvað er að gerast í Skuggahverfinu? Og nýja 19 hæða hótelið og ljótu skrifstofuhúsin í túnunum. Höfðatorg er skrípahönnun og allt þar meðfram. Vilja í raun Reykvíkingar hafa þetta svona? Tala nú ekki um Hringbrautarslysið og Hátæknisjúkrahúsið í Hljómskálagarðinum með sér bensínstöð. Af nógu er að taka keyrði um Grafarholt og ekki sást neinn á gangi í þessu ómanneskjulega umhverfi ferhyrndra steypukassa þar efra.
Skipulags- og umhverfismál er menningarmál og list ef við bara viljum. Hús eru umhverfismál, götur líka og allt snertir daglegt líf okkar. Sjáflsagt erum við of seinþreytt til vandræða og það finna stjórnmálamenn og nota ljóst og leynt sér til þæginda í vinnu sinni.
Svifryk fór að sjást í Reykjavík fyrir löngu. Við þorum ekki að banna nagladekk, þorum ekki að stýra tollum á bíla þannig að mengunarvaldandi þáttur þeirra hafa afgerandi áhrif á verðlagningu á þeim. Eiginlega hefur öfugt verið farið að síðustu árin s.b. stóra bensínpallbíla.
Hugsanlega er ég í kasti núna en samt finnst mér þetta satt. Hvert í dauðanum erum við að stefna? Svari nú hver fyrir sig og kjósum í samræmi við raunveruleikann í kringum okkur. Ekki af gömlum vana eða afþvíbaraástæðum. Þetta er okkar umhverfi og líf sem við eigum að ráða hvað verður um. En þá verður líka að heyrast í okkur og það hátt ! ! !
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Enda er ég flutt út á land ( Grafarvog) og Gurrý líka ( ekki Grafarvog reyndar) . Er sammála þér eins og svo oft áður, Reykjavík er að verða ljót borg með öllum þessum háhýsaklessum hér og þar. Ekkert samræmi nokkur staðar, það er eins og það hafi verið efnt til keppni um ljótasta hönnunarslysið eða afskræmdasta umhverfið.
Ester Júlía, 10.3.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.