Getulaus, hættuleg loftbólustjórnmál?

Hvað skal almennt segja um stöðuna á Alþingi og í rikisstjórn.  Lítt hugsað (vonandi) lygilega mikið og óábyrgt bull fær að birtast og heyrast sem gerir það að verkum að í stað þess að byggja upp von og trú verður fólk vonlítið og sljótt.  Fyrst fullkomlega lamað af vantrú á það sem er skrifað og sagt en svo fær reiðin greiða leið og aðeins spurning um timasetningu nýrrar byltingar fólksins á Austurvelli. 

Er ekki að segja að allt hafi verið gott hjá fyrri ríkisstjórn eiginlega langur vegur þangað.  En tímar voru aðrir þá og á fyrstu augnablikum hennar önnur mikilvæg verkefni í gangi. 

Í dag er þó eitt yfirgengilega mest áberandi og það er hversu hættulega og lygilega "klaufalega" er stjórnað svo ekki sé meira sagt.  

Vanþekking og samskiptagetuleysi er aðalvandinn og og illa er skipað í ríkistjórn.  Oftast leita ráðherrar eftir aðstoð hjá aðilum með sömu skoðanir því ekki má rugga bátnum og gera ráðherra óöruggann með sínar "eigin" hugmyndir.

Getuleysi til einlægra og trúverðuga samskipta er algjört! Hverju á að trúa þegar vanmáttur og þekkingarleysi skín í gegnum flest sem sagt er.  

Ágætu ráðherrar talið við okkur! Treystið dómgreind okkar og hvað þá fólksins sem kaus ykkur! Ótti ykkar við þjóðaratkvæðagreiðslu er  niðurlægjandi fyrir ykkur! Ef ástæðan er ótti við að niðurstaðan verði ekki ykkur í hag og verða að framfylgja þeirra niðurstöðu eruð þið í röngu starfi á röngum stað. Segið af ykkur ef svo er. 


mbl.is Erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband