23.11.2013 | 10:24
Hljótt er læðst um völundarhús stjórnmálanna.
Er það bara ég? Eða eru fleiri að upplifa þögn í kringum ríkisstjórn og Alþingi. Virðist eins og ekkert sé að gerast og að með þögn, aðgerðarleysi og án framtíðarsýnar eigi að fara í gegnum þetta kjörtimabil. Framhjá aðgerðum og loforðum.
Ef þau eru spurð er svarið, þetta er í farveginum með öllu sem við lofuðum. Reynsluleysi ráðherra hefur sjálfsagt sitt að segja og eðlilegt að reynslulausir ráðherrar ráði sem flesta aðstoðarmenn. En fjöldi aðstoðarmanna skapar aðeins falskt öryggi. Enda flest því miður reynslulítil eins og herrafólk þeirra í ráðuneytunum. Við þetta bætist svo að stór hluti þingmanna er nýr eða nýlegur og þetta reynsluleysi skapar einnig þögn og aðgerðarleysi.
Áhugaleysi Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Dagblaðsins og netmiðla á stjórnmál og ákvörðunar- og aðgerðarleysi ráðherra er áberandi. Engin rannsakandi blaðamennska er í gangi. Málum er ekki fylgt eftir og yfirleitt nóg að lesa fyrirsagnir því ekkert kemur þar á eftir. Því miður er góð blaðamennska sjaldgæf orðið og all mikið um ungt og reynslulítið blaða- og fréttafólk að ræða.
Eftir að hafa og vera enn að draga tilbaka ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar er eins og tómarúm fylgi og ekkert gerist meira. Það er eins og með ákvörðun um afturhvarf til fortíðar sé rikisstjórnin að skapa sér andrými til að gera ekki neitt nema skapa þetta tóma rúm til að lífa eigin lífi í frið og ró.
Bankar og lánastofnanir fá að fara sínar leiðir og að þeirra mati er Hæstiréttur Íslands djók. Skattar landsmanna eiga sér sitt eigið háglaunaverndandi líf. Verkalýðsfélög og samtök atvinnulífsins lifa í fortíðarhyggju og vilja engu breyta. Gamla húsnæðiseignarstefnan er ríkjandi þrátt fyrir að hafa fyrir löngu sannað getuleysi sitt til að búa landsmönnum öruggt húsaskjól. Úrellt stefna ríkir varðandi virðisaukaskattinn og hvernig hann stýrir neyslu okkar og greiðslugetu. Gamaldags bótakerfi fær að vera óáreitt og skapa ójafnvægi, óréttlæti og óánægju. Og enn á stóriðja að bjarga öllu þrátt fyrir uppgang í nýsköpun og hjá smærri fyrirtækjum.
Ég e r sannfærður um að með heildar endurskoðun á stjórnmálaumhverfinu er hægt að skapa betra og réttlátara samfélag. Peningurinn er til! En virðist falla milli skips og bryggja og fljóta þaðan í margar vanhugsaðar áttir. Það er líka að koma í ljós sem Eva Jolin sagði, að erfitt muni reynast að koma þeim sem stóðu fyrir hrunið mikla til ábyrgðar og rétta yfir þeim. Þetta veldur líka uppgjöf og skapar áhugaleysi hjá fólki.
Almennt og að meðaltali hefur margt batnað að mati stjórnarinnar og sjálfsagt er að meðaltali margt til í því. En hver lifir sínu lífi í meðaltalinu? Þekki engan sem er staddur í landi meðaltalsins. Flestir eru allstaðar í kringum það stærsti hópurinn neðan við og einhverjir talsvert ofan við hið elskaða meðaltal stjórnmálanna. Því miður samþykkjum við í þokkabót lög og reglur oftar en ekki að teknu miklu tilliti til þetta meðaltalsfólk.
Þjóðin gefst upp í þessu umhverfi og hverfur líka inn í tómarúm aðgerðarleysis. Ekkert mótmælt og uppgjöf liggur í loftinu. Breytum þessu og látum rödd okkar heyrast hátt og snjallt allstaðar þar sem það á við.
Gefumst ekki upp!
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
Það er mikið til í þessum orðum Percy. Það hefur aldrei neitt náðst fram með hávaða og látum, annað en enn meira óréttlæti. Sannleiks-rökstudd og heiðarleg gagnrýni er það sem virkar helst yfir lengri tíma. Við erum bara orðin svo vön að leyfa fjölmiðlum að mata okkur síendurtekningar á hannaðri skoðanakanna-lygi, að það þarf heilmikið átak til að rífa sig frá þessum áhrifum.
Fyrsta skerfið í rétta átt er að vera alltaf meðvitaður um að skoðanankannanir rétt eftir kosningar, og reyndar allt kjörtímabilið, eru glæpahannaður heilaþvotta-áróður, sem allir ættu að venja sig á að afneita. Okkur var öllum gefið líf og vit til að nota það í lífsgöngunni. Stundum kallað brjóstvit.
Það gengur ekki að dröslast með falsað og glæpahannað "vit" fjölmiðla-lyga-skoðanakanna í þrælaskoðana-fangelsi hugans. Þannig þrældómur hjálpar engum.
Mér finnst tilvalið að benda fólki á lista sem ég rakst á á netinu í gær (man ekki á hvað síðu), sem hafi yfirskriftina: Fólkið á bak við auglýsingu SA.
Við þann lista er rétt að bæta ASÍ-foringjanum okkar, Gylfa Arnbjörnssyni, og þeim óteljandi afætum sem lifa á lífeyrissparnaðinum okkar og veit ekki að það er siðblinda að lifa þannig.
Vilhjálmur Birgisson á Akranesi er eini verkalýðsforinginn sem gerir sér grein fyrir, að ef alþýðan er eigna og kaupmáttarrænd, þá fer samfélagssálin úr öllu batteríinu. Það er ekkert að því að heiðarlegir atvinnurekendur hagnist á heiðarlegan hátt. Það er hins vegar ólíðandi að afætur þjóðarinnar í skattborgaða opinbera kerfinu vítt og breitt (t.d. lafeyrissjóðum og bönkum), skulu fá að lifa á lífeyris/bankarændu og stjórnsýslusviknu fólki.
Við almenningur þurfum að kynna okkur hvaða fólk lifir svona siðlaust, og láta það fólk finna fyrir réttmætri og hárbeittri gagnrýni. Það á ekki að verðlauna fólk fyrir það sem er óumdeilanlega rangt og ólíðandi.
Þjóð sem ekki hefur efni á sínum verst stöddu samfélags-einstaklingum hefur ekki efni á neinu. Siðferðislega gjaldþrota.
Það mun enginn halda umræðunni um óréttlæti í samfélaginu vakandi nema alþýðan, vegna þess að opinbera afætukerfið er svo illa sýkt af siðblindu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2013 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.