Dægurmál? Menning eða lífsstíll.

Kosningar nálgast og baráttan meira áberandi. Loforð fljúga hátt í takt við lífsstíl kjósenda og farið að bera á yfirboð.  En oftast er of hátt flogið og of hátt boðið.  Trúverðugleikinn víkur fyrir óttann við að missa af sæti við valdaborðið.  

Allir virðast mér taka núverandi lífsstíl kjósenda sem sjálfsögðum.  Engin kemur með róttækar hugmyndir um samfélagslegar breytingar.   Engin spyr er það þetta sem við viljum!  Viljum við þennan hraða, þessa óheftu græðgisvæðingu, manneskjufjandsamlegu fjölskyldustefnu eða þennan yfirgang á aldraða og öryrkja??  Þetta er að verða dýrkeyptur lífsstíll fárra á kostnað meirihlutans!

Mér finnst lífsstíll okkar svo lygilega yfirborðskenndur.  Við virðumst lifa lífi sem er eins og ganga á ofurþunnum ís! Ekkert má gerast þá kemur sprunga og jafnvel vök.  Og hvað gerum við þá?

Það hefur alltaf legið fyrir hvert húsnæðismálin mundu þróast! Með glæfralegum lánum á hátindi markaðsverðs.  Segir okkur líka hvað eignastefnan er úrelt fyrirbæri!

Það liggur fyrir að með núverandi eltistefnu við "græðgislífsstíl" verðum við meira ein og utanveltu. Byggjum sífellt fleiri heimili frá vöggu til grafar.  Því engin hefur tíma!  Alltaf erum við með dýra matinn og háa búsetukostnaðinn.  Og aldrei gerum við neitt í þessum grunnatriðum lífsins. 

Vilja ef til vill einhverjir bara vera heima og sjá um börnin sín? Vilja einhverjir búa í góðu húsnæði á góðum kjörum?  Vilja einhverjir borða mat sem er eldaður fyrir viðráðanlegt verð í stað skyndibitans sem kostar svo meira.  Vilja einhverjir streituminna samfélag? 

Erum við hugsanlega að búa til samfélag sem við viljum í raun ekki búa í ??  En engin segir neitt!   Ekkert sem verið er að gera í dag bendir til þess að verið sé að snúa blaðinu við eða gera stefnubreytingu.  Ekkert bendir til þess að kjósendur séu að krefjast þess heldur!!! 

Allt tal um tekjutengingar lífeyrisgreiðslna og bóta eða tvöfalda skattheimtu á lífeyri! Allt tal um lágmarkslaun, skattleysismörk, persónuuppbót og fleiri er aðeins spurning um forgangsröðun.  Hvað viljum við fá út úr lífinu? Hvernig lífsstíl kjósum við að lifa?  Eða á bara jafnvel að skila auðu? Yppta bara öxlum?  Er engin að líta upp úr drullupolli græðginnar og sjá allan dómgreindarskortinn?  

Hætta er á að við missum af öllu því góða sem er að gerast vegna álags við að lifa bara einhverskonar lífi.

Hvaða lífsstíl viljum við? Ég vil breytingar og nýjar áherslur kanski bara nýjan flokk fyrir kjósendur.

Það snjóar fyrir norðan! Þetta er Ísland í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil ró minni hraða, ég vil fjölskyldu vænna umhverfi, ég vil grænna Ísland, ég vil bara manneskulegra líf þar sem ég hitti fólk með mannkærleik að leiðarljósi.. helst vildi ég að það þætti sjálfsagt:) Percy.. getum við stofnað flokk saman? Kyrrðarflokkurinn:) hahaha Elska að lesa skrifin þín því þau falla svo vel að mér:) veit líka að þau vekja mig og aðra til umhugsunar. Þú ert!!! Takk fyrir það.

diana skvísa (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 08:49

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman, gaman að rekast á bloggið þitt. Ég er svo sammála þér, erum við að skapa menningu sem enginn vill ?? Hlakka til að kíkja hér inn hjá þér og læra að útbúa blogghlekki á mínu bloggi svo að ég geti bætt þér við þar ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.5.2006 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband