Er hroki og blind hagsmunagæsla að stýra landi okkar?

Hvenær fáum við að sjá raunverulega framtíðarsýn hjá stjórnmála- flokkunum?  Sýn sem tekur á grunnvanda  okkar og þorir að breyta steinrunnum grunni þeim er samfélag okkar stendur á.  Síðastliðna áratugi hefur Alþingi samþykkt endurlausa plástra á sárin án þess að fjarlægja gröftin.  Vegna aðgerðarleysis verður aftur og aftur að setja nýja plástra á gömlu sárin þegar endurnýjaður gröftur  vill út. Árlegur viðburður og sérstaklega á fjögurra ára fresti. Ef ný ríkisstjórn kemur er öllu bylt og byrja verður upp á nýtt!

Það er forgangsmál að gera grundvallar breytingar og skipta heildar tekjuköku landsmanna með nýju fordómalausu hugarfari.  Það er eitthvað að skiptingunni. Tekjurnar eru þarna en peningurinn virðist gufa upp þegar á að nota hann.  Hvar eru sprungurnar sem hann fellur í á leiðinni til fólksins?  

Húsnæðispólítíkin er úrrelt,  ístöðulaus og skortur er á framtíðarsýn.  Vitræn stærðarhugtök,  hönnun,  valmöguleikar á tegund/gerð húsnæðis er ekki til staðar.  Vaxta- og leigubætur eiga að heita húsnæðisgreiðslur þar sem bótatalið heldur niðri sjálfstæðiskennd fólks. Jafnræði verður að vera milli leigu og eignarfyrirkomulagið.  Ekki á að ráðstafa meir en 25% af tekjum í greiðslur vegna húsnæðis.  Lán til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði á að vera til 60-70 ára með lágum vöxtum enda erum við ekki að byggja torfbæi eða hvað?  Eignartalið er svo úr sér gengið að engu tali tekur. Hver er eiginlega að eignast í dag?  Þau sem vilja eignast verða einfaldlega að greiða hærri vexti.  

Þetta snýst nefnilega um öruggt, ódýrt og hagkvæmt húsnæði og frjálst val og ekkert annað.

Hagsmundagæsluárekstrar eru of algengir í vináttu- og vandamanna samfélagi okkar. Litlir þrystihópar með sterk tengsl inn í kunningjasamfélagið og pengingaveldið ná ætið sínu fram.  Sést vel á forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar við niðurfellingu á gjöldum og sköttum til þeirra er mest hafa. Og hækka svo sjúkragreiðslur og svikja loforð til láglaunafólks og leika sér með milliþrepalækkun á skattinn sem litlu breytir fyrir almenning.  Enda vantar svo fjármagn upp í kunningjaafsláttinn!

Nýjasta dæmið um siðleysi er skipun félags- og húsnæðisráðherra Eyglóar Harðardóttur í formannssæti Íbúðalánasjóðs.  Viðkomandi er einnig í sérfræðingahópi forsætisráðuneytisins sem á að vinna að leiðum til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána. Vinna hópsins á að öllum líkindum eftir að hafa áhrif á framtíðarrekstur Íbúðalánasjóðs, stærsta lánveitanda húsnæðislána á landinu.

Ráðherra segist treysta viðkomandi sem ekki ætlar að hætta við.  En þetta er ekki spurning um traust heldur trúverðugleika og að ekki geti komið upp efasemdir um heilindi í starfi. Ekki bjóða okkur upp á þetta félagsmála- ráðherra! Nóg er til af fólki í þetta sem er duglegt, klárt og ekki tengt inn í ykkar heim.

Innflytjendamálin eru til skammar.  ESB., stjórnarskrármál, umhverfismálin, matarverð, heilbrigðismál, húsnæðismál, launamál og skattamál meira en minna í lamasessi og svona má áfram telja. Hvar eru þjóðaratkvæða- greiðslurnar?  Hvernig stendur á þessum óendanlegu styrkjum til landbúnaðarins?  Hvað er eiginlega í gangi gott fólk?  Hvar er gagnkvæm virðing og auðmýkt? 

Röltum á Austurvöll! Eru pottar og pönnur það eina sem skilst á Alþingi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Percy; sem jafnan !

Þakka þér fyrir; þessa rösklegu framsetningu.

Á þetta; höfum við allnokkur, verið að benda, undanfarin 6 - 7 ár, að minnsta kosti.

Hins vegar; eru - og verða ESB mál, Íslendingum með öllu óviðkomandi, þar sem landið liggur Norður- Ameríkumegin, í víðasta skilningi, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband