Alvarlegt húmorsleysi þingheims?

"Við göngum svo léttir í lundu því lífsgleðin heyrir oss til" Hvar erum við stödd í dag með sálarlífið?  Ég er sannfærður um að þetta atvik hefði fengið öðruvísi móttökur og athygli hefði verið tekið á því með húmor.

Auðvitað erum við óvön skyndiupphlaupum sem þessum. Yfirleitt taka skyndiupphlaup nokkrar klukkustundir og kallast málþóf. Við erum svo ósveigjanleg í ferköntuðu hegðunarmynstri fortiðarinnar svo óþolandi hrædd við að fara út fyrir rammann.  Föst í alvarleika "svona gerir fólk ekki" lífið er ekki til að hlægja að "vinstriskrílslæti" og ég veit ekki hvað þetta er kallað.  

Mér fannst þetta óvenju fyndin uppákoma á Alþingi sem hefur sjálft ekki úr háum söðli að detta. Full þörf er á að slaka vel á og anda djúpt í allri umræðu í samfélaginu.  Mikil neikvæðni s.k. stjórnarandstæðinga sem sjá hvergi gott og leiðindaskrif almennt um stjórnmál vekja ekki áhuga og virðingu almennings aftur á Alþingi.

Svo elsku vinir upp með húmorinn. Brosum um leið og málin eru rædd og skipts á skoðunum.  Nóg er komið af þessu hundleiðinlegu mynstri sem tiðkast í allri umfjöllun eiginlega hvert sem litið er.

Er nema von að við notum þjóða mest af þunglyndislyfjum?


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Trúðar eiga að haga sér eins og trúðar á samkundu trúðanna niður á Austurvelli.

Guðmundur Pétursson, 1.12.2012 kl. 09:47

2 Smámynd: K.H.S.

Upp með teigjurnar og pappírsskotin. Blautu svampana í stólana. Snjóbolta niður á bak. Meira fjör .Meira fjör. Ja hérna,

K.H.S., 1.12.2012 kl. 11:12

3 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Húmor er í lagi og oft hef ég heyrt menn með húmor tala í ræðustóli Alþingis. Oft eru þó þessar ræður bæði þurrar og leiðinlegar.

Húmor getur líka verið notaður í illum tilgangi. Þá er húmorinn ekki lengur sjálfkrafa velkominn.

Það er oft mikill húmor í einelti. Fólk jafnvel veltist um af hlátri á meðan það hæðist að þeim sem lagður er í einelti.

Ein tegund ofbeldis er þegar rökræða er slegin út af borðinu með hæðni, skeytingarleysi eða hunsun. Björn Valur og Lúðvík voru að beita þesskonar ofbeldi inni í þingsal að mínu mati. Það er hægt að setja þetta ofbeldi í allskonar form og það form sem þessir menn völdu fannst mér frekar klaufalegt, svo ég get ekki einu sinni mælt með því að þeir færi sig í Þjóðleikhúsið.

Alþingi á að vera vettvangur rökræðna. Rökræður krefjast þess að hver og einn fái sinn tíma til þess að tjá sig, koma með sínar efnislegu skoðanir og gagnrýna skoðanir annarra efnislega.

Ég tel að bæði Björn Valur og Lúðvík ættu að segja af sér þingmennsku enda sýndu þeir með framferði sínu að þeir eiga ekki heima á Alþingi né öðrum vettvangi þar sem ætlast er til þess að aðilar leitist við að sýna hvorum öðrum gagnkvæma virðingu.

Ég er þess fullviss að ef sonur minn 11 ára hefði komið svona fram í grunnskóla þá hefði það verið litið mjög alvarlegum augum, hann hefði fengið stoppmiða, kallaður til skólastjóra og talað hefði verið við foreldra. Það á að vera hægt að gera meiri kröfur til Alþingismanna en til 11 ára barna.

Jákvæðni er góð Percy, og nauðsynleg, en það er gagnrýni líka. Þessi ríkisstjórn eins og aðrar mega alveg fá á sig gagnrýni. Mér finnst hún reyndar hafa sloppið ótrúlega vel við gagnrýni miðað við frammistöðu.

Ef við tölum bara um það sem er jákvætt þá þegum við um það sem neikvætt er og það fær að þrífast í friði. Ein af orsökum hrunsins er að það mátti ekki tala um spillinguna innan bankanna.

En auðvitað er líka nauðsynlegt að tala um það sem jákvætt er, en það þarf þá að vera verðskuldað. Þegar þú hælir barninu þínu þá þarf það að vera verðskuldað og gert í einlægni. Okkur gefst fullt af tækifærum til þess að hrósa börnunum okkar enda gerum við öðruvísi kröfur til þeirra en fullorðinnar manneskju. 

Barn veit þegar því er hælt fyrir eitthvað sem það á alls ekkert hól skilið fyrir. Það hafa börn framyfir Alþingismenn.

Heimir Hilmarsson, 1.12.2012 kl. 21:39

4 identicon

Ha ha HA hvílíkir húmoristar. Fóru á pöbbarölt og ætluðu að gera grín er þeir rötuðu heim aftur, fallistarnir, Hvað er að ykkur fúleyjarhiski . Skiljiði ekki grínið. Næst vatnsbyssur, teigjubyssur, teiknibólur, hamasflaugar og önnur skrípólæti að hætti Vinstri kátra og félaga í sölum Alþingis. Meira fjör meira fjör.

Kári (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband