7.6.2012 | 11:28
Rétt eða rangt að bora eftir olíu?
"Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. "
Er það siðferðislega og mengungarlega rétt leið til framtíðar hugsað að bora og vinna vörur úr olíu? Er það hugsanlega hrein græðgi ófalin og opin sem ræður för? Byggja upp þjónustusvæði vegna þessa er skammtímavæðing peningafólks sem lætur blint siðferði ráða för.
Jafnvel eftir borun og vinnslu úr hreinu íslensku Drekasvæði þar sem "aðeins á að leyfa á grundvelli ströngustu umhverfisreglna, og ekki fyrr en nauðsynlegur öryggisbúnaður vegna mengunaróhappa væri kominn upp." að bora fæðast afurðir sem menga muni framtíðina.
Hvað með að stíga skref í átt að því sem við viljum vera svo stolt af hreinu lofti og hreinu landi? Segja nei við borun og þjónustu þessara olíu og afurða hennar. Oft virðumst við segja eitt og gera allt annað þegar um þessa hluti er að ræða.
Það er ótrúlegt hvað við erum treg til að taka í notkun efni sem losa litla skaðandi úrganga í andrúmsloftið. T.d. varðandi bíla, sorps eða orkufrekrar smá eða stór - iðnaðarframleiðslu.
Þetta mun í heyru margra eflaust hljóma sem ýktar skoðanir hreinlífismanns en er aðeins skoðun sem ég er sannfærður að sé rétt út frá eigin siðferðiskennd og hugmyndir um ábyrgð okkar kynslóðar á framtíð búsetu möguleika á jörðinnni. Okkar afstaða þótt lítil kunni að þykja skiptir máli hver rödd skiptir máli sterk afstaða gegn frekari vinnslu mengunarvaldandi efna er afstaða. Og mun vekja athygli og trúi ég skipta máli. Fyrir okkur sem þjóð og fyrir heildana sem fyrirmynd.
Geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er nú sammála þér um það, að það verður að leitast eftir orkugjafa sem nýtist vel og mengar sáralítið og það fljótt.
En ekki gleyma því hins vegar að olía er ekki bara notuð í eldsneyti. Hún er notuð í svo margt sem við notum daglega... Í raun eru margir þeirra hluta er ekki hægt að framleiða, nema með því að nota olíu.
Fór á google og prufaði að leita og fann þessa hér t.d.
[url]http://www.pbs.org/independentlens/classroom/wwo/petroleum.pdf[/url]
Olían sem slík er ekki endilega slæm... það er hvernig hún er að mestu notuð, þ.e. sem eldsneyti.
ViceRoy, 7.6.2012 kl. 11:38
BB kóði virkar víst ekki á blogginu :Þ
http://www.pbs.org/independentlens/classroom/wwo/petroleum.pdf
ViceRoy, 7.6.2012 kl. 11:39
Rétt er það að notkun hennar skiptir mestu máli en því miður er hún minnst mengunarlega séð rétt notuð.
percy B. Stefánsson, 7.6.2012 kl. 11:49
Legg til ad skrifari lifi svo sem i manud an tess ad nota nokkud sem unnid er ur jardoliu.
Engin ferdaløg eda notkun a plastdoti.
Gaman ad sja hvernig tad hefur gengid.
Af hverju væri innflutt olia betri eins og gefid er i skyn?
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.