Hefðbundið en þó ekki miðað við fyrri forseta.

Þóra ætlar ekki að ganga um tún sem þó er ágætt inn á milli.  Það sem gert hefur verið undanfarin ár er gott varðandi breytt valdsvið forseta.  Þótt núverandi forseti hafi gengið fulllangt í þeim efnum.  Aðallega þó í snemmbærum yfirlýsingum um beitingu valdsins. 

En brýnt er að fólk viti að á Bessastöðum búi forseti sem hafi þor og festu til að beita valdi samkvæmt stjórnarskrá hefur nauðsýn krefur. Það verður að vera skýrt og óumdeilanlegt.

Að vinna sér inn traust allra leiðtoga flokka á Þingi er líka nauðsýn og eins og þóra segir að vera mótvægi við ríkisstjórn og þing.  En ég tel þó að þjóðaratkvæða greiðslum muni eðli málsins samkvæmt og vegna umræðna fjölga á næstu árum.

Ég er líka sammála því að forseti tjái sig ekki um eigin utanríkisstefnu heldur um stefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma fyrir sig.  En mér er ljóst að hægt er að hafa þögn um ákveðin mál þegar ferðast er því þögnin talar oft sínu máli.  Að hafa ekki skoðun ef spurður er einnig að hafa skoðun.

 Ramma verður að setja um embætti forseta Íslands. Ákveðnar siðareglur sem eru skýrar og heimila ekki þætti eins og endalausar oft markalausar fauglýsingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga.  Ferðalög í einkaþotum eða greiðslur með einum eða neinum hætti frá utan að komandi aðilum.

Þótt ég hafi undanfarnar kosningar stutt Ólaf Ragnar tel ég að kominn sé tími á breytingar. Allt vald skemmir þegar lengi er setið.  Grær með ósýnilegum hætti við mann og er í öllum tilvikum vont í hvaða stöðu sem er að lenda á slíkum stað meðvitað eða ómetið breytir engu þar um.  

Þannig að ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands í komandi kosningum.


mbl.is Hlutverkið stórt, bein völd lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Aldrei verið hrifin af Ólafi sem persónu og er voðalega spennt fyrir að Þóra komist að.  Hennar skoðanir falla vel að mínum, Gaman að heyra að fleiri hér á siðum mbl eru sama sinnis.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.6.2012 kl. 10:52

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég á bágt með að skilja fólk sem vill takmarka völd fólksins þegar ráðherrar hafa nær allt vald sem þeir þurfa s.s. í tilfelli með ESB umsóknina en hún var stjórnarerindi og þurfti undirskrift forseta. Tillagan sjálf var ekki stjórnarerindi en ríkisstjórnin hafði ekki undanþágu frá lögum varðandi erindið sjálft. Auðvita mun ég kjósa Ólaf og Herdís verður næst bjóði hún sig fram aftur enda kom hún betur út en Þóra.

Valdimar Samúelsson, 6.6.2012 kl. 16:32

3 identicon

Þeir sem velja að kjósa einhverja ljósku úr sjónvarpinu þegar þeir gætu kosið heimsklassa lögfræðing, sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu kollega sína, og er afburðargreind, hugrökk og full frelsisástar eins og Herdís, eða mannréttinda- og hugsjónakonu eins og Andreu, sem hefur sannað manngildi sitt með ómetanlegu starfi hér á landi fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, starf sem hefur bætt líf þúsunda Íslendinga nú þegar,........þeir hinir sömu eru haldir alvarlegustu tegund kvenfyrirlitningar og ættu að skammast sín fyrir að velja glansmynd í stað afburðarmanneskja sem hafa SANNAÐ virði sitt í lífinu. Hress og kát ljóska dugar ekki til á viðsjárverðum tímum þegar Ísland þarf leiðtoga á klassa Ghandi, athafna- og hugsjónamanneskju, ...sem þýðir ekki að Ólafur sé hér einhver réttkjörinn eilífðarforseti. En þeir sem kjósa ljósku sem hefur kosið sér yfirborðslega starfsgrein og innantómt líf án alvöru afreka þegar tvær AFBURÐARKONUR eru í boði, og það augljóslega BESTU frambjóðendur sem hafa verið í boði til þessa embættis fyrr og síðar, ÞEIR eru kvenhatarar í anda Berlusconis sem líta á konur sem ljóskur sem eigi að vera til skrauts.

Rauðsokka

Rauðsokka (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband