30.3.2012 | 10:31
Getur einhver útskýrt stjórnmálaástandið?
Hagvöxtur, minna atvinnuleysi en meiri verðbólga. Hagstæð út/inn verslunarstaða landsins, hækkandi lánshæfismat, betri staða en í flestum löndum í kringum okkur. Samt pólístískt fellibyljaástand og allt virðist vonlaust þegar hlustað er á stjórnarandstöðuna.
Staðreyndin er að flest er að breytast í rétta átt hægt og rólega. Svo koma svona atriði eins og að Sjálfstæðisflokkur tekur af þjóðinni rétt til að greiða atkvæði um stjórnarskrámálið. Frumvarp um sjávarútveg má vera ekki fullkomið en tími er kominn til að taka gjafirnar tilbaka sem Sjálfstæðisflokkurinn afhenti ásamt bönkunum á silfurfati. Vissulega með dyggilega aðstoð framsóknar.
Mér finnst fráleitt hvernig stór hluti stjórnmálafólks hugsar aðeins um eigin afturenda í máli eftir máli. Hef áður sagt að endurskoða verður fjárlagagerð frá grunni og skipta sameiginlegum fjármunum jafnt og réttlátt eftir tekjum og getu fólks.
Húsnæðis- og heilbrigðismál og matarverð eru forvarnarmál sem verða að vera í fyrsta sæti. En þau eru það bara alls ekki því miður hjá neinum flokki að því virðist. Það gengur vel hjá okkur en áfram er vitlaust gefið þegar um þessi grunnréttindi okkar er að ræða.
Engin tekur á þessum grunnþáttum af alvöru og setur þau á oddinn. Leggjum niður vaxta,húsaleigu, öryrko, félagslegar - BÆTUR og förum að kalla þetta GREIÐSLUR sbr. vaxta- og örorkugreiðslur. Þetta eru greiðslur úr sameiginlegum sjóðum til þeirra sem þurfa á og eiga rétt á jöfnun úr þessum sjóðum. Orðið bætur er úrrelt og notað meðvitað eða ómeðvitað til að halda stórum hópum í samfélaginu í "úrhraks" minnihlutahópum.
Auk þess á eftir að fara í gegnum skatta- og reglugerðakerfin þegar um þessi mál er að ræða til að ein greiðsla hverfi ekki vegna greiðslu úr öðrum sjóði með ákvæði eins og "þrátt fyrir ákvæði um greiðslu" í reglugerðum.
Fáránlegar umræður um ekkert sem skiptir nokkru máli eru endalaust í gangi vegna eigin persónulegrar metnaðar þingmanna og þjóðin gleymist í eigingjarnan hugsunarhátt of margra í fallegum sal Aþingis.
Sjálfmiðað fólk sem týnt í dimmri þoku öryggisleysis og með margbrotna sjálfsmynd getur ekki sameinast um hagsmuni þjóðarinnar á að vera annarsstaðar að gera eitthvað allt annað.
Er einhver þokkalega hlutlaus stofnun sem getur sett með skiljanlegum hætti á blað raunverulega stöðu þjóðarbúsins?? Er einhver sem með trúverðlegum hætti getur sagt okkur satt án þess að brengla allt sér í hag með einum eða öðrum hætti ef á þarf að halda fyrir eigin persónulega sjálfsvirðingu.
Hækkar hagvaxtarspá sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Athugasemdir
Ging gang gúllí gúllí gúllí gúllí vass vass ging gang gú ging gang gú ging gang gúllí gúllí gúllí gúllí vass vass ging gang gú ging gang gú ...
Haraldur Rafn Ingvason, 30.3.2012 kl. 11:03
Verð að segja að svar Haraldar er vel við hæfi:)
Sama hvaða pólitískur skoðanir menn hafa.
itg (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.