29.3.2012 | 09:44
Eru óp annarra mín innri rödd?
"Mig langar til að verða mín innri rödd" var sagt við mig um daginn. Óskin var einlæg, falleg og þrungin djúpri löngun til að lifa eigin lífi í eigin skinni með því að hlusta á eigin rödd.
Einhverstaðar í æsku er eins og við týnum rödd okkar og hugmyndir annarra um hvað og hver við erum segir til um verðmæti okkar.
Oft þegar við kunnum ekki að hlusta á eigin rödd við til hjarðhegðun og mikil þörf fyrir að tilheyra ákveðnum hópi, einni rödd sem læðist hvíslandi sem lágvært óp inn yfir okkur og verður okkar rödd. Ekki innri rödd heldur rödd sem kemur utan frá og segir mér að ég tilheyri hópi og skapar þannig vissu um að ég sé ekki lengur ein/n.
Ef einhver er duglegur og kemur sinni rödd á framfæri við hóp hinna "raddlausa" getur viðkomandi haft mikil áhrif og skapað hjarðhegðun og öðlast völd.
Stjórntæki þess duglega og oft óörugga er oft sterk "fölsk", sannfærandi ytri rödd sem tekur yfir og stjórnar umhverfinu og öðru fólki. Þessi sterka rödd er sterk vegna þess að án þess að sannfæra aðra um tilverurétt sinn á hann sjálfur ekki tilverurétt. Sóst er af öllu afli eftir völdum að selja sína hugmynd hvað sé rétt fyrir hina í hópnum.
Þessar "sterku raddir" eru oft raddir hagsmunaaðila sem taka sig saman um að verja sig og sína sameiginlegu innri rödd.
Dæmi eru Stjórnmálaflokkar, LÍÚ, SA, SI, Samtök fjármálafyrirtækja og allskonar samtök hagsmunaaðila. Aðilar sem líta þröngt á eigin hagsmuni og eigin heilsu og völd. Allt snýst um völd.
Innri sameiginleg rödd skapar heildarhópöryggi og verður yfirþyrmandi og kæfir einstaklingssamviskuna.
Það lærði Steve Jobs líka. Hann dró ályktanir af reynslu sinni og ráðlagði tilheyrendum: Tími þinn er takmarkaður og sóaðu honum ekki á að reyna lifa lífi annarra. Láttu ekki hugmyndir annarra fjötra þig sem er það að láta aðra stjórna þér. Leyfðu ekki ópum annarra að verða þín lífsstefna. Hið mikilvæga er að vera svo hugrakkur að hlusta og hlýða sinni eigin innri rödd.
Þessi einlæga bón "mig langar til að verða mín innri rödd" var einlæg, falleg og þrungin djúpri löngun til að lifa eigin lífi í eigin skinni með því að hlusta á eigin rödd.
Við eigum held ég öll þessa ósk sameiginlega að hlusta á eigin innri rödd að lifa eigin lífi að hafa okkar lífststefnu. Ekki hrekjast um eftir vindátt og skipta um skoðun eftir því sem aðrir segja að sé best fyrir okkur.
Við erum sem þjóð einn hópur og svo margir hópar sem berjast um völd. Berjumst um að ráða yfir hinum. Okkur skortir þroska og innsæi til að leyfa sameiginlegum þörfum að ráða. Því oft þurfum við að skipta um skoðun, skipta sameiginlegum auði á milli okkar allra og finna að sameiginega erum við sterkust.
Tekjulágir skattlagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bölvaður kommúnistaáróður!
Baldur (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 10:09
Flott blogg hjá þér.
Það vantar oft í miðlum á Íslandi að nefnt sé að samtökin séu hagsmunasamtök. Það kom vel fram fyrir nokkrum vikum þegar hagsmunasamtök komu með athugasemdir varðandi virkjanir og arðsemi.
Það er ekki slæmt að hafa hagsmunasamtök. Öll tilheyrum við einhverjum "hagsmunasamtökum" en sjáum það ekki.
Stefán Júlíusson, 29.3.2012 kl. 11:38
Undarlegt blogg. Fjálgleg ræða um innri rödd og síðan hugmynd gripin úr lausu lofti sem af samhenginu má ráða að er eitthvað sem höfundur telur að þessi innri rödd ætti að vara að segja fólki.
"skipta sameiginlegum auði á milli okkar allra og finna að sameiginega erum við sterkust."
Ég á 20 ára gamlan bíl en nágraninn á nýjan. Eigum við báðir að selja bílana og nota síðan peningana til að kaupa tvo tíu ára gamla? Nei takk. Mig langar ekkert í peninga eða bíl nágranans. Það sem ég vill er frelsi til að vinna mér inn þau efnislegu gæði sem mig langar í án þess að einhverjir komi og steli þeim af mér, alveg sama undir hvaða fána sá stuldur er, fána jöfnuðar eða kommunisma eða einhverrar inri raddar.
Ef ég verka 1000 fiska á dag vil ég fá tvisvar sinnum meiri laun en sá sem verkar 500 og liggur í leti hálfan daginn. Er einhver sanngirni í öðru?
Skipti þínum "auði", percy ef þér býður svo við að horfa en ekki stela frá öðrum.
Hörður Þórðarson, 30.3.2012 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.