Bar þá engin ábyrgð??

Gat engin gripið inn í gang mála? Var engin eftirlitsskylda. Kosnir fulltrúar virðast enga ábyrgð bera en eiga einfaldlega ábyrgðarlausan dvalarrétt á Alþingi um óákveðinn tíma og örugg eftirlaun.  Persóna ráðherrans er aldrei málið heldur embættið og ábyrgðin sem fylgir viðkomandi embætti.

Mér er ómögulegt að skilja þetta gegnum gangandi ábyrgðarleysi allra embætta hjá hinu opinbera.  Það er í raun sárt að hlusta á ráðherra tala um tímabilið fyrir "hrun" og segja við héldum eða trúðum því að þetta væri í lagi.   Engin spyr sjálfan sig hvort þau voru ráðin til að halda og trúa eða til að bera alvöru ábyrgð á sínum málaflokkum fyrir hönd þjóðarinnar.  Vera vakandi yfir velferð þjóðarinnar ekki yfir velferð vina og vandamanna.

Verður niðurstaða alls að þetta "var bara svona" og engin gat gert nokkurn hlut?  Aðaltilfinning mín er vonbrigði og sorg vegna allra sem í getuleysi sínu taka ekki ábyrgð og alla sem í getuleysi láta ekki aðra taka sína ábyrgð.  Ég sem kjósandi geri þá kröfu að þau sem vildu fá að því mér finnst augljósa ábyrgðartengda kosningu til Alþingis og embætta sem þar eru taki sína ábyrgð

Pólítísk ábyrgð virðist enn engin vera þegar inn á Alþingi er komið.  Ef færðin er skoðuð inni á gólfi Alþingis virðist þar vera mikil hálka og allir renni bara í gömlum farvegi hefðarinnar og þannig á það víst bara að vera.  Ég er vonlítill um breytta hugsun og nýjar framkvæmdir allt virðist mjakast áfram en renna svo tilbaka í óbreytt ástand.

Við fáum vonandi sem fyrst nýja stjórnarskrá sem Alþingi breytir ekki nema þjóðin segi sitt fyrst um hana óbreytta frá Stjórnlagaráði.  Eins og staðan er þá er ég ánægður með að Forseti skuli vilja sitja áfram um þó óákveðinn tíma.  Trú mín á stjórnmálin er horfin í bili og hann er að mér virðist eina öryggisnetið um stundir.


mbl.is Notuðu viljandi loðið orðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hefði Landsdómsmálið verið fellt niður, hefði aldrei fengist almennileg skýring á mikilvægum þáttum í aðdraganda hrunsins.

Eftirlitsstofnanir og ríkisstjórnin virðist hafa verið algjörlega ráðalaus gagnvart þeirri ógn sem lengi var ljós að stafaði að bankakerfinu. Bretar buðu aðstoð sína en slegið var á höndina vegna einhvers „þjóðarstolts“. Og aðgerðarleysið endaði með þessari kollsteypu sem var alveg óþörf.

Loðið orðaval er yfirleitt aldrei hyggilegt. Það verður að greina vel á milli (analysera) hvar hagsmunir liggja og finna raunhæfan umræðugrundvöll. Það var ekki gert.

Eg hygg að við verðum að treysta betur þeim sem nú stjórna landinu enda er markmiðið að koma „þjóðarskútunni“ á lygnari sjó.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband