3.11.2011 | 08:30
Tilveran er dulmögnuð og óskiljanleg?
Tilveran er og mun ætið vera dulmögnuð. Hvaðan kem ég , hvert stefni ég og hver er ég? Í raun allt óráðin gáta sem aldrei fæst alveg svarað. Held að svarið liggi ætið í augnablikinu? Í augnablikinu þegar þessi "aha" hugsun kemur og ég er alveg snarlifandi og einmitt í núinu. Lengra nær það ekki.
Vegna þessa er svo brýnt að sjá hvað er að gerast núna í lífi okkar. Ekki ýti lífinu á undan sér og segja á morgun skoða ég það. Þessvegna verðum við og stjórnvöld að vinna saman að hamingjuaugnablikinu því með réttu átaki geti augnablikin orðið mörg og samfelldari.
Að borða, anda að sér frísku lofti og eiga öruggt húsaskjól er eðlilegur réttur okkar. Að finnast við skipta máli og vera elskuð fyrir það sem við erum en ekki fyrir það sem við eigum er málið.
Það er óskiljanlegt að það skuli vera erfitt að útbúa umhverfið þannig að grunnöryggi okkar sé borgið. Að forgangsraða er aðalverkefni þings og ríkisstjórnar. Það hefur reynst öllum fram að þessu nær ómögulegt hugsanlega vegna þess að sama hvernig við snúum okkur peningar og völd peningamanna ráða ferðinni. Lögjafavaldið er svo augljóslega meðvirkt með peningavaldinu.
Það er vonlaust að fá frá yfirvöldum sameiginlega stefnu sem byggir á grunnöryggi okkar sem manneskjur með rétt til ákveðna þætti í forgang í lífi okkar. Að taka þannig á málum að þau séu kláruð á enda ekki þetta hálfkák sem skapar aðeins spennu og óöryggi.
Þetta á við um húsnæðismál, skatta- og endurgreiðslu(bóta)stefnu, matarverðlagningu, forvarnarstarf tengdu daglegum þörfum andlegum, félagslegum og líkamlegum.
Tyllum okkur niður og gerum þarfaúttekt og búum til samfélag sem er raunverulega fyrir okkur. Tilveran er vissulega dulmögnuð en við getum gert hana skiljanlegri og hamingjuríkari með ákveðinni grunnvinnu sem er ekki vonlaust fyrirbæri heldur skýr valmöguleiki.
Skattar keyrðir úr hófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.