Eitt prósent til viðbótar!!!? Hvað er verið að hugsa á þessum bæ?

Já, enn eru verkalýðsfélög að berjast um prósentur sem engu máli skipta til lausnar á heildarvanda félaga þeirra.  Þessar hækkanir á þremur árum eru nánast dropi í haf þeirra með lægstu launin.  Prósentan drukknar því fá ef nokkur björgunarvesti eru meðfylgjandi.

Björgunarvesti sem verða að innihalda breytingar á skattlagningu matar, verulega raunhækkun frítekjumarka, á byltingu á tekjutengingaræði það sem ríkt hefur hér á landi sl. áratugi.  Einnig verður að endurskoða húsnæðismál landsmanna.  Mín skoðun er að það eigi að vera hvað það kostar að búa í viðkomandi húsnæði sem hlutfall af ráðstöfunartekjum sem skiptir máli ekki endilega byggingarkostnaðurinn sem slíkur.  Þótt stýra verði honum að sjálfsögðu. 

Þessu getum við stýrt með markvissum húsnæðisgreiðslum.  Um leið er kominn tími til að hætta þessu bóta tali þar sem allt er komið frá okkar eigin sjóðum og er endurgreiðsla til okkar í samræmi við ákveðnar reglur þar um.

Meðvirkni og vanvirkni er okkur lifandi að drepa.  Þorum ekki út í grundvallarbreytingar á kerfum okkar vegna þess að við erum svo fram úr hófi trú fólki og umhverfi því sem við komum úr og komum okkur þar af leiðandi ekki út úr skaðlegum aðstæðum.

Við erum hrædd við að viðurkenna mistök og erum ofurhrædd við höfnun og erum sannfærð um að aðrir séu ófærir um að sjá um sig sjálfur. 

Erum oftast mjög veruleikafirrt vegna þess að það er eitthvað skrítið við milljónatekjufólk sem er að semja um eitt prósent tilhanda hundraðþúsundkrónutekjufólki.

Og svo reynum við endalaust að sannfæra aðra um hvað þeim "á" að finnast og hvernig þeim líður í "raun og veru".

Við gefum endalaust ráð óspurð og alltaf frá okkar hlið sem er rétt.  Við getum ekki skipt um skoðun vegna vanvirkni og getuleysi til að setja okkur af einlægni inn í aðstæður annarra.

Rosalega er það orðið þreytandi þetta hálfkák og þessi stofnanastýring sem er enn svo ríkjandi hjá okkur.  Embættismenn, stofnanir og starfsfólk sem skortir heildaryfirsýn og þekkingu á málum tengd þeim stjórna í ótta við að vera afhjúpuð sem vanhæf og þora ekki að spyrja um leiðbeiningar eða segja þetta gengur ekki svona lengur. Áfram skal haldið með endalausar nýjar verkreglur í hálfkáki og aðgerðum sem skortir að mál séu kláruð - afgreidd og sagt þetta sé eðlilegt og í lagi við þjóðina.

Margt af þessu hér að ofan er fengið að láni úr Codabæklingi en Coda, stytting á codependency-meðvirkni og eru samtök þeirra sem vilja þróa með sér heilbrigð sambönd.

Forvarnir eru ekki á dagskrá Alþingis eða ríkisstjórnar.  Andleg, félagsleg og líkamleg heilsa fólks er eitthvað sem má bíða betri daga, nú verður að gera eitthvað fljótlegt sem sést núna. Og þessar skyndilausnir eru tengdar skammtímamarkmiðum og of oft mjög vanhugsaðar og ná varla á milli sunnudaga.  Á mánudögum spyrjum við svo "hvað gerðist" afhverju gengur þessi frábæra aðgerð ekki upp"?

Heilbrigðismál eru svelt. Hvar eru þessi ca. 14.000 atvinnulausu að gera hvernig líður fjölskyldum þeirra?  Hvar eru ákvarðanir um þessi mál og hvar eru upplýsingafulltrúar ríkisstjórnarinnar og hugsa í þögn sinni um flest mál sem gætu róað og gert lífið bærilegra fyrir svo marga.

Hvað erum við að gera til að auðvelda okkur húsnæðismálin ekki bara vegna stundarvandans heldur til framtíðar?    T.d hver er að skoða verðtryggingar og breytingar þar m.a. tengingar lána við launavísitölu í stað lánskjara.

Skólamál eru í furðulegu ástandi varðandi framhaldsskóla og háskóla.  Greinar kenndar á mörgum stöðum og verkaskipting með einkennilega sljóum, eigingjörnum og sjálfmiðuðun hætti. 

Hvar eru kynningar á verklegum greinum og öllu sem fylgir því að með höndunum framleiða og skapa.  Varðandi skólamál var verið að ræða um kennsluskyldu kennara og þótti mörgum hún komin ansi langt niður og má sjálfsagt margt skoða í þessu sambandi.  Bekkir eru stórir og enn erum við ekki nægjanlega vakandi yfir andlega og félagslegu heilsu nemenda og kennara.  

Heildarmálin eru lítið skoðuð vegna skorts á þolinmæði og við erum í sífelldu að vantreysta öðrum.  Þetta nagg og rifildi sem sést þegar horft er á sjónvarpssendingar frá Alþingi er engum til sóma. Eins og reynt sé í sífelldu að koma höggi á "andstæðinga" vera á móti vegna þess hver hinn er ekki vegna málefnalegra ástæðna.

Heildarendurskoðun á að innihalda mál sem snerta andlega,félagslega og líkamlegra tengdra áhrifavalda og málefna.  Grunnurinn sem við verðum að standa á er ætið gott vatn,  frískt loft, atvinna, matur, öruggt húsnæði og einmitt örugg afkomuupplifun.

Út úr þessu má svo fá andlega, félagslegra og líkamlega heilbrigðara fólk.  Lækka kostnað þegar fram í sækir vegna heilbrigðismála.

En það er ekki að mér finnst verið að skoða þetta í heild sinni.  Og við lendum í miklum óþarfa milljarða kostnað vegna þessa getuleysis okkar til að endurskoða þarfir okkar frá samræmdum þörfum og grunni.

Það er mér óskiljanlegt hvernig þingmenn geta verið óháðir þeim sem kusu þá.  Bara gengið í og úr flokkum og gert það sem þeim sýnist þ.e. flest annað en það sem þau voru kosin til.  Einhver gamaldags hugmynd um sjálfstæða héraðsvíkingahöfðingja sem stjórna í eigin vilja í eigingírni og sjálfselsku og hafa ekki andlega eða hugarfarslega getu til að fara þegar þeirra tími er liðinn.  Og hleypt þeim að sem eru að vinna í samræmi við það sem er vilji þessara ákveðnu kjósenda sem kusu ákveðinn þingmann/konu í ákveðnum flokki með ákveðna stefnu.   Það er enn of mikið "ég" hugsun í gangi og eigin nafli og eigingjarn tilgangur á bakvið grímuna sem við sjáum og svo er þóst verið er að vinna í nafni kjósenda og þjóðarinnar. Allt er ekki þannig en það er of ráðandi enn og mikil endurnýjun verður að fara fram á fólki og hugmyndum svo að við förum að mjakast í átt að betra og réttlátara samfélagi.


mbl.is Bjóða 1% til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög vel skrifuð grein hjá þér percy og hverju orði sannara. Eitt skil ég ekki með íslenska stjórnmálamenn, afhverju er aldrei farið fram neitt hæfnismat eða menntun þegar menn  fara á þing. þú þarft að gera það víða annarsstaðar þegar fólk sækir um vinnu hjá hinu opinbera.

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband