28.10.2010 | 09:42
Hvert stefnum við í samhjálp og kærleikanum?
Þessi frétt vekur upp margar spurningar. Hér eru 1.100 aðilar að fá aðstoð og þá er ekki fjölskylduhjálp kirkjunnar meðtalin? Hvernig er þessi þörf skoðuð, er gerð einhver skrá sem hægt er að nota við samanburð milli félagslega aðstoð viðkomandi sveitarfélaga og þessara þriggja aðila? Hvernig og hvar nær aðstoð þessara aðila saman utan um viðkomandi fjölskyldu og einstakling og hvar ekki?
Er eðlilegt að það verði að tjalda og setja upp hitalampa til að halda hita í þó þessu ríka samfélagi okkar? Einhverstaðar er vitlaust gefið, einhverstaðar er forgangsröðunin og forvarnarstarfið ónýtt! Hvar er til rétt úttekt á lágmarks framfærslukostnaði sem hægt er að skylda aðila til að fara eftir? Engin virðist vera með sama grunninn og engin að fara eftir neinni sameiginlegu fyrirfram mótaðri stefnu um þessi mál.
Það verður að vera með grunnstefnuna í lagi þannig er forvarnarstarfið eðlilegast og best. Um leið og við kostum til í forvarnarstarfi af fyrirhyggju, kærleika og virðingu fyrir samborgurum okkar sparast meir á hinum enda útgjalda okkar í þegar óþarflega af fyrirhyggjulausu forvarnarleysi kostnaðarsama heilbrigðiskerfi okkar.
Það er lítil samfélagshugsjón í gangi í félags- og heilbrigðiskerfi okkar og alls engin forvarnarstarfsemi enda höfum við enga þolinmæði eða getu til slíks. Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og víða þarf að taka til og sýna umburðarlyndi og heilbrigða skynsemi í framkvæmd og stefnumótun. En til þess þarf hugrekki og höfum við það? Hafa stjórnvöld hugrekki til að breyta og taka nýja stefnu án þess að vera þvinguð til þess að reiðum mótmælendum?
1.100 heimili fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll svar mitt er nei þau eru ekki hæf og engin flokkana því miður vegna spillingar og einkavinavæðingar í öllu kerfinu sama hvert er litið!
Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.