5.10.2010 | 08:13
Fjölskyldu- lopapeysubylting! Tvískipt samfélag þing og þjóð!
Inni í Alþingishúsi fór umræða fram en úti ríkti örvænting, reiði og sorg! Veikur heima sá ég útsendingu frá Alþingisumræðunni með innskotum frá Austurvelli þjóðarinnar. Það var óraunverulegt að horfa á þetta tvennt í einu! Eins og ekki væri um sömu þjóðina að ræða sitt hvoru meginn við víggirðingu lögreglunnar.
Þarna hefði forsætisráðherra átt að biðja um hlé á umræðunni og fara með gjallarhorn út á svalir Alþingishúss og tala við fólkið. Það hefði verið það stórkostlega á augnabliki sem þessu. En Alþingi heldur sínum gangi þrátt fyrir allt og fátt var um svör þegar fréttamaður RÚV spurðu forsætisráðherra um þennan möguleika að tala við fólkið útí á Austurvelli.
En umræðan inni hélt áfram og ég upplifði hana frekar eins og bíóinnskot frá útsendingu á Austurvelli en öfugt. Óraunveruleikinn eitthvað fjarstæðukennt var í gangi það var engin gjá heldur hyldýpi á milli þings og þjóðar.
Göngutúr inn í dimman dal fátæktar í boði Alþingis? Á næsti vetur að verða slíkur? Eða ætlar fólk að snúa blaðinu við og tala saman á íslensku?
Mér þykir ljóst að núverandi Alþingi eigi sér ekki viðreisnarvon. Breyting verður að verða á svo mörgu til þess að svo megi verða. Þjóðin tók völdin varðandi Ice-Save og verður væntanlega að gera það aftur á fleiri sviðum.
Eina sjáanlega leiðin er Utanþingsstjórn fagfólks sem fær að laga alla vitleysuna sem búið er að framkvæma í nafni réttlætis aðallega þó fyrir fjármagnseigendur. Er þjóðstjórn fjór-flokkanna eitthvað vitrænt í þessari stöðu? Ekki geðjast mér að þeirri hugmynd svo mikið get ég sagt! Í raun ótæk!
Líklegast er það sem helst hefur verið að hjá ríkisstjórnum okkar skortur á faglegri þekkingu. Skortur á að aðstoðarfólk hefði sér þekkingu og skortur á að æðstu embættismenn væri faglega valdir allt þetta styður einfaldlega getuleysi ráðamanna okkar.
Við erum ekki norrænt velferðarríki eins og hin norðurlöndin. Hér hefur alltaf verið gengið hálfaleið í aðstoð svo mátt þú bjarga þér sjálfur með afganginn góurinn! Þannig hefur aldrei neitt verið klárað!
Einn versti þátturinn er húsnæðismálin sem aldrei hefur verið horft á nema með hálfkæringi. Gamla félagslega húsnæðiskerfið var það sem næst hefur komið norrænu kerfi þrátt fyrir að í leiðara Fréttablaðsins segi að það hafi verið ónýtt. Sem er ekkert nema bull að mínu mati. Það var svo lítið svo þurfti að laga þegar framsókn og sjálfstæðisflokkur lögðu það þess í stað niður. Það félagslega kerfi með nokkrum lagfæringum hefði orðið lausn fyrir fjöldan út úr húsnæðisvandanum. Ekki reyndist bankaleiðin vera það?
Eignarvitleysan er löngu úrrelt fyrirkomulag sem leið út úr þessu húsnæðisaungþveiti. Það á í raun við minni hluta þjóðarinnar.
Húsnæði, matur, félagslegt öryggi er það sem þarf til að verði sátt í landinu.
Forsætisráðherra ætlar að kalla formenn flokkana til sín! En mikið hef ég það á tilfinningunni að það sé of seint! Aðrar leiðir heldur þær sem þetta fólk kann verður að fara!
Ófriðarbál á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Facebook
Athugasemdir
Kvöldið í gær var fullkomið tækifæri fyrir sterkann leiðtoga að koma fram á svölum alþingis og tala til fólksins...
en það er liðið hjá...
Siggi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.