1.10.2010 | 10:32
Er það eitthvað undarlegt við þennan gang mála?
Nei, er mitt svar! Húsnæðismál á Íslandi hafa frá upphafi verið afgangsstærð hjá íslensku velferðarkerfi og lánakerfi. Norræna húsnæðisfyrirkomulagið td. www.skovdebostader.se sem er í venjulegu sænsku bæjarfélagi er einfaldlega ekki til staðar og hefur aldrei verið.
Þessi nú fyrrverandi hamingjusama naglhreinsandi þjóð, getur ekki meir! Ekki það að peningar séu ekki til heldur það að þeim er svo ranglátlega og með skammtímamarkmiðum úthlutað.
Vaxta- og húsaleigubótastefnan er löngu úr sér gengin og hefur um langan tíma verið ónýt sem tekjutengd aðgerð vegna íbúðarkostnaðar. Aðrar aðgerðir velferðarsamfélagsins eru því miður máttvana og lítil aðstoð á leið út úr þessu aungþveiti sem of mörg okkar lifa.
Allar tekjutengingar þarf að endurskoða í heild sinni. Í raun ætti að kalla húsnæðiskostnaðar endurgreiðsluna "húsnæðisgreiðslur" því þetta eru endurgreiðslur úr eigin sjóðum landsmanna. Barnabætur td. fjölskyldugreiðslur í raun ætti að breyta öllu bótaheitinu í -greiðslur. Þetta eru peningar sem eru sameign og svo til endurgreiðslu þar sem þess þarf.
Velferðarkerfið okkar í dag er í raun aðeins fært um að viðhalda þeirra eymd sem þú ert komin í þegar sótt er um aðstoð fremur en að hjálpa til við að komast raunverulega í betra ástand andlega, líkamlega og félagslega. Leiðirnar út og upp eru í raun lokaður þar sem ekki er hægt að bjóða neina endanlega lausn. Hér er engin nýsköðunarsjóður sem styrkir og eflir félagslega hugsun og jafnrétti.
Skömm og sektarkennd fylgir því að finna svo að "ég" get ekki staðið mig eins og samfélagið ætlar mér. Fjölskyldutengd vandamál, fullorðnir, börn, skólamál, vinnutengd mál ekkert fær raunverulegan stuðning (aðeins plástra) þar sem grunnurinn er ónýtur. Veikindi barna og fullorðinna, þunglýndi, depurð, vöðvabólgur, og kvíðatengdir sjúkdómar allt fær að grassera og endalausir nýjir plástrar settir til bráðabrigða. Enginn virðist hafa getu til segja: Halló, nú er nóg er komið af yfirborðskenndum smáskammtalækningum! Grunnforsendur lífs okkar eru hreinlega úr sér gengnir forngrípir sem þarf að taka á og endurskoða.
Það dugar ekki að byggja (sjúkrahús) yfir þegar veikt fólk þegar stöðugt innstreymi er af nýjum "ferskum" sjúklingum þar sem ekkert hefur verið reynt að byrgja brunninn og opna nýjan farveg fyrir líf okkar ofanjarðar en ekki neðst í brunninum.
Nýjar hugmyndir um húsnæðislánafyrirkomulag hafa komið fram. Engin þeirra er sæmandi velferðarríki eins og Íslandi. Allt hugsað út frá fjármagnseigendum og öryggi þeirra!!!!!!!!!!!!!!
Það var árið 1998 ljóst að breyta átti öllu húsnæðislánakerfinu. Bent var á að litlar breytingar þurfti að gera á reglum vegna félagslegra íbúða svo lánasjóðurinn gæti lánað með fjölbreyttara hætti. Engar byltingar voru nauðsynlegar. Sjóðurinn hefði reynst bjargvættur þúsunda í nær 60 ár.
Bankarnir mundu svo lána þeim sem vildu byggja áfram sín risahús og vera með 50 fermetra á mann! Eins og hugmyndir þær sem koma hafið fram um breytingar á húsnæðislánalögjöfinni hafa verið að fjalla um og verið fyrir.
Þetta samspil eða ferli húsnæðisverðs, tekna og greiðslugetu, gjaldþrota hefur löngum legið fyrir að mundi skella á, ef út í svona eftirlitslaust lánafyrirkomulag eins og húsnæðisneyslufyllerí banka fyrir hrun yrði farið. En stjórnmálafólk hlustaði ekki og blekkti með allskonar útreikningum frá lánveitendum og sjálfum sér.
En bankamenn virðist hafa verið með sjálfslánastefnu á það við um alla bankanna!! Eigandi lánaði eigandi sem lánaði eiganda!!! Hundruðir milljarðar fóru í gæluverkefni eigenda og svo þaðan út í langtburtiststan í "eiginhagnsmunahólf" en við lágaðall landsins borgun brúsan.
Ég fæ ekki skilið á umræðum að eitthvað eigi að gera í að endurskoða grunn velferðarkerfis okkar. Það verður að gefa upp á nýtt og endurskoða tilgang velferðarkerfis í nútíma samfélagi. Eitt hlutverkið gæti verið að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Kanski ekki vitlaus hugmynd. Heitir þetta kanski forvarnarstarfsemi?
Millistéttin missir húsin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.