21.9.2010 | 14:21
Jæja, er ekki nóg komið af vitleysu og umkomuleysi á Alþingi??
Hélt í einfeldni minni að með útkomu skýrslu þessarar nefndar um ráðherraábyrgð væri kominn leið sem hægt væri að ganga saman. En mikill er máttur andskotans og allt fór í algjört úrræðaleysi sem enginn kann leið út úr nema gömlu flokkshagsmunabundnu leiðirnar.
Hefði haldið að hægt væri að fara Landsdómaleiðina enda er hún lögfest en nei - lög eru ekki lög þegar um flokksvini er að ræða.
Þessi leið er í raun breiður vegur ef rétt er á haldið. Aðeins að fara skv. lögum ræða málin og vísa málinu áfram. Alþingi sem slíkt er ekki hæft til að fjalla málefnalega um þetta. Og þetta eru þau að staðfesta með framferði sínu sl. daga.
Forsætisráðherra fór mikinn, og varði af leikni utanríkisráðherrann fyrrverandi og gaf í raun skít í skýrlsur, lög eða "eðlilega" leið áfram með málið. Formaður Sjálfstæðisflokksins er horfinn á vit forfeðra sinna og ver hagsmuni flokksins af blindaðri snilld. Flokkslínur ráða umræðunni ekki málefnið eða ábyrgðir viðkomandi ráðherrar. Sorglegt að horfa upp á kjörna fulltrúa algjörlega ófæra um að fjalla um alvöru mál af alvöru og komu því áfram frá sér í hlutlausari höfn (þótt pólítísk sé að hluta) til umfjöllunar.
Þetta eru gildandi lög og við það situr. Þetta á að fara fyrir Landsdóm og svo kemur niðurstaða. Þá fjöllum við um hana ekki fyrr!!
Mér er í raun ofboðið og misboðið þegar framferði á Alþingi er með þessu móti. Hvernig á að vera hægt að bera smá virðingu fyrir slíkri stofnun sem höndlar ekki að afgreiða þetta hagsmunamál fólksins.
Stofnun sem skoðar fyrst sína og hagsmuni sinna og ef eitthvað er afgangs þá má kíkja á lög og hag þjóðarinnar. Þetta er ekki stofnun sem treysta á fyrir málum sem snýr að ábyrgð tengdri störfum hennar og framkvæmdavaldsins.
Mikil reiði innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála Percy og ég kalla þetta skríðpaleik á alþingi og eins og þú segir þá er ekki hægt að bera virðingu fyrir alþingi hún er fokin út í veður og vind!
Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.