Lífeyrissjóðir og stjórnir! Enn má tengja framgang manna við líf í vanvirku umhverfi.

Það er magnað að sjá stjórnir fjárfestingaaðila eins og lífeyrissjóða í afneitun og stjórnsemiskasti standa í blindandi ótta fyrir framan ábyrgð sína.

Meðvirk hegðun stjórnarinnar sem telur sig"algjörlega og einarðlega helgaðir velferð annarra." er eðlileg í vanvirku umhverfi þar sem hugsunin "mér finnst annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft" ríkir.  Bakvið svona hegðun er oft óttinn við að horfast í augu við raunveruleikann.  Því útkoman úr því er ekki örugg og eins og við viljum. 

Þegar sjálfsvirðingin hangir á þeim ytri hlutverkum sem ég sýni er skelin afar brothætt.  Því með því að taka síðferðislega ábyrgð gæti ég upplifað og jafnvel viðurkennt skömm og sektarkennd.  Það vil ég að sjálfsögðu ekki.  Erfiðleikarnir við að taka ákvörðun er eðlileg í svona umhverfi. Gæta þarf svo margs til að sjálfsvirðing haldist óbreytt. 

Þegar svona hegðun í vanvirku umhverfi ræður verður eigingírni og sjálfselska mjög ríkjandi.  

Ef aðili er valinn til ákveðinna starfa en tekst ekki að standa undir ábyrgð.  Hvað ber þá að gera? Fyrsta hugsun ábyrgðs einstaklings með góða sjálfsmynd er að segja mér mistókst og segja af sér. Sérstaklega ef fjárfestingastefnan hefur verið mjög á mörkum þess siðferðislega rétta og örugga sem ætlað er til af ávöxtunarstefnu lifeyrisjóða.

Hvað eru hagsmunafulltrúar atvinnurekanda að gera í stjórnum almennra lífeyrissjóða í svona miklum mæli? Hag hvers eru þeir að gæta? Geta þeir gætt þess hlutleysis sem krefst? Lífeyrisþegar sem fá lífeyrisgreiðslur úr viðkomandi sjóðum ættu að vera í forsvari og bera ábyrgð á sínni lífsafkomu.

Þessi stjórn hefur starfað í vanvirku umhverfi og orðið vanvirk sjálf.  Í þessu umhverfi virðist hún í heild eða einstaka aðili  ófær um að taka ábyrgð á ástandinu og koma sér út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlagar viðkomandi sig að þeim.

Vald spillir ef aðhald skortir og valdhafar sleppa ekki af ótta við hvað tekur við.  Treysta engum nema sjálfum sér og sjá ekki að viðurkenning mistaka er oft léttir og veitir viðkomandi frelsi til að halda áfram.

Skilgreining á meðvirkni er m.a. "Háttarlag þar sem manneskja tekur á sig ábyrgð á gjörðum annarra og hjálpar viðkomandi að forðast það að takast á við vandamálið á beinan hátt, gert til að viðhalda stöðugleika í samskiptum fjölskyldunnar".

Það er spurning hvort hinn almenni launamaður ætlar að forðast að takast á við vandamálið? Af ótta við að rugga bátnum.


mbl.is „Menn eru stjörnuvitlausir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Hinn almenni launamaður" er hugtak sem er alþekkt í pólitískri umræðu á Íslandi. Fyrirbærið er mikið notað í alvöruþrungnum ályktunum sem þar á ofan eru yfirleitt gáfulegar og ævinlega með dramatísku yfirbragði.

Leit að þessu fyrirbæri í námunda við þær praktisku ákvarðanir sem snúa að velferð þess og örlögum hafa ekki borið árangur.

Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill hjá þér. Mig langar að bæta einu við. Hvað er hægt að gera til þess að sækja þessa aðila til ábyrgðar? Þessir stjórnendur eru búnir að haga þessu þannig að það er nánast ómögulegt að segja þeim upp og ómögulegt að draga þá til ábyrgðar.

Sumarliði Einar Daðason, 30.4.2010 kl. 08:06

3 identicon

Tek undir spurningu Sumarllða.

Agla (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband