Allt er hægt, en ekki án auðmýktar, heiðarleika og þolinmæðis. Við verðum að breyta og forgangsraða upp á nýtt. Verðum án ótta að endurskoða fyrri gjörðir okkar og lífshætti. Göfug og falleg markmið eru góð en það er leiðin þangað sem skiptir okkur máli. En hvar og í hverju liggur fallið falið og hvar er lausnin?
Meðvirkir einstaklingar hafa verið stikur á leið okkar að hruninu. Einstaklingar sem hafa lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem þau lifa við. Þeir taka ekki ábyrgð á ástandinu og koma sér ekki út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlaga sig að þeim. Meðvirknin verður í raun leið einstaklingsins eða hópsins til að skilgreina sig í gegnum utan komandi aðila. Það að hefja sig yfir eða finnast hann vera undir öðrum kominn gildir um flokka sem einstaklinga. Enginn hefur eðlilega sjálfsmynd eða er í sjálfum sér og eigið ágæti jafningi annars! Á þessa leið hefst oft ástand sem verður að óbreytanlegri ríkjandi samskipta hefð.
Í nýju rannsóknarskýrslunni má skýrt sjá að við sem þjóð vorum á villigötum tókumst ekki á við vandamálið. Hjarðhegðun, meðvirkni varð okkur að falli. Óttinn við að vera öðruvísi, segja skoðun sína upphátt stjórnaði nær öllu hjá fjármálalífinu, þinginu, ríkisstjórn, forsetanum og hjá almenningi. Sameiginlega skilgreindum við okkur í gegnum óráðsíudrauma annarra!!
Löstur varð að dyggð í þögulli óttablandinni samþykkt okkar. Við breyttum gildum okkar og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði annarra.” Ekkert verður þó til úr engu! Hegðun á tilteknu augnabliki, er afleiðing af öllu sem áður er yfir mann gengið. Við erum afleiðing af lærðri hegðun undangenginna ára sem ekki verður breytt nema með nýjum lærðum siðum. Meðvirk hegðun er lausn samfélagsins til að viðhalda falskri öryggis tilfinningu sína hvað sem á gengur. Djúpstæðri þjóðar - minnimáttarkenndinni var ýtt í burtu og afneitað að (útrásar)víkingahætti.
Þeir sjóðir sem höndluðu lífeyrir okkar töpuðu miklu í hruninu vegna “meðvirka“ hegðun stjórnenda sinna! Þeir kenna öðrum og hruninu um ástandið. Engin sjálfsgagnrýni eða breyting er sjáanleg á setu manna í stjórnum. Kannast einhver við þetta annarstaðar frá í samfélagi okkar?
Loforð eru gefin en má ég þegar ég lendi í ógöngur gefa loforð sem ég ætla ekki að standa við? Verður það gott fyrir mig eða veldur lygin mér seinna vandræði? Verður loforðið stundarfróun sem seinna leiðir til mikilla vandræða fyrir margra jafnvel mér óskyldra aðila.
Hér má nefna loforð sem voru gefin en svikin um að af reisn sjá af virðingu um aldraða, öryrkja og þau sem minna mega sín í samfélagi okkar. Þ.e.a.s. þannig að þau geti lifað án þess að upplifa að þau eigi minna skilið en “hinir”.
Einnig má nefna að forvarnir þær sem eru almennt í gangi varðandi fíkniefnamál, aðstandendur fíkla o.fl., og lífsleikni í skólum hafa engan veginn virkað. Brunninum var ekki lokað og við hrynjum ofan í hann.
Margir þingmenn þáðu beinar greiðslur eða tengdust sérkjara lána afgreiðslum frá bönkum og fyrirtækjum sem voru framarlega í sveiflunni og óráðsíunni. Þingmenn verða að gera sér ljóst að þetta er óeðlileg tenging. Það er engan veginn hægt að samþykkja slíkt. Hér verða margir að taka stórar ákvarðanir. Frá iðrunar og afsökunar til afsagnar eftir eðli samskiptanna. Svo er auðvitað hægt að lifa í afneitun og finnast maður hafa verið algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð þjóðarinnar.
„Það hefur aldrei neinn rukkað mig um slíkan greiða“ segir einn styrkþeginn og þingmaður í DV en hugleiðir ekkert óbeinu áhrifin. “ Þessi styrkti mig” hugsunina sem getur lúmskt laumast að.
Trúverðugleikinn er horfinn. Allt virðist helsjúkt og vanvirkt. En allir verða að fá sinn tíma og engin tekur heljarstökk inn í nýja hugsun og nýjar framkvæmdaleiðir. Flokkarnir eru langt frá því að vera nálægt því að vera saklausir í þessum málum. Að tala um að gætt hafi andvaraleysis er mildilega orðað. Þekkja má meðvirkni í óábyrgri hjarðhegðun þeirra. Það gildir um flokka sem einstaklinga að skortur á almennu sjálfstrausti leiðir til að ég verð fram úr hófi trúr flokkinum eða fólki og kem mér því ekki úr nógu fljótt úr t.d. skaðlegum ríkisstjórnum. Helst er það einn flokkur VG sem hefur að því virðist staðist þessar freistingar.
Hvað á svo að gera við Alþingi? Breyting á kosningalöggjöfinni er brýn - einn maður eitt atkvæði. Sérstaklega og einkum verður þó að koma til breyting á hugarfari þeirra sem eiga að axla þessa ábyrgð að vera kosið á Alþingi íslendinga. Afhverju er verið að sækjast eftir þingsæti? Hver er tilgangurinn? Samfélag sem er meðvirkt og hefur engin skýr mörk eða reglur verður alltaf vanvirkt. Segjum sannleikann um okkur heima sem erlendis. Þetta var og er ekki ímyndarvandi sem hugmyndaríkir ímyndasmiðir geta lagfært.
Hugrekki, heiðarleika og siðferðisþrek þarf ef takast á að komust upp úr djúpum hjólförum fortíðarinnar.
Það er enginn vafi á að það getum við. Það er heiðarlega gott og sterkt fólk sem byggir þessa eyju í norðri.
Getum við öðlast nýtt samfélag í sátt og samlyndi? Já, en iðrun og fyrirgefning er forsenda þess að uppbygging samfélagsins getur hafist.
![]() |
Áttu að vita betur en að auka útlán Íbúðalánasjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Athugasemdir
Ágæti félagi Percy -
víst get ég tekið undir margt hjá þér og lokaorðin góð -
þó fellur þú í þá gryfju að nefna einn mann sem slæmt dæmi og einn flokk sem gott dæmi.
Þannig nást ekki lokaorðin þín -
Og víst er um það að vinnubrögð núverandi stjórnar eru ekki til þess fallin að ná jákvæðu svari við lokaspurningu þinni.
Þú nefnir aldraða og öryrkja - ég nefni þjóðfélagið allt ( kanski aldraða og öryrkja sérstaklega ) sem líða fyrir ákvarðanir núverandi ríkisstjórnar.
Mörgu er skellt á fyrri stjórn -
Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkrum mánuðum - -- þetta hófst með því að húsnæðiskaupendur í Florida gátu ekki staðið í skilum og endaði með efnahagshruni á Íslandi ---
Hér á landi vill almenningur ekki kannast við þetta en er á nornaveiðum daginn út og daginn inn. Útrásar....... sem eru orsök hrunsins ásamt regluverkinu sem Evrópa skaffaði okkur fá sitt en helst vill fólk skjóta stjórnmálamenn og embættismenn -
Það er svona álíka og að skammast út í löggjafann og lögregluna ef einhver ekur undir áhrifum sveppa. Löggjafinn setti jú reglurnar (lögin) sem banna akstur undir áhrifum vímugjafa (áfengi-ólöglegu vímuefnin ) - lögreglan gerir sitt til þess að framfylgja þeim - en ökumaðurinn brýtur gegn þessu öllu og veldur tjóni. Þá ætti almenningur að rjúka upp - löggjafann ber að taka opinberlega af lífi og lögregluna sömuleiðis.Ástæðan - jú það er ekki tekið fram í lögum og reglum að ekki megi aka undir áhrifum sveppa ( veit reyndar ekkert um það ) þannig að ökumaðurinn sem var hugsanlega kolruglaður og algjörlega óhæfur til þess að aka einu eða neinu sleppur með skrekkinn - sveppir eru jú ekki bannvara - þess vegna á að skjóta þingmennina ( þeir gleymdu sveppunum) og svo lögreglunni - sem áttu að gera sér grein fyrir hættunni af sveppunum sem vaxa út um allan bæ.
Hættum sakbendingunum - látum dómstólana um það sem að þeim snýr - margir þingmenn fengu styrki - tíðarandinn var þannig - að ætla sér eða fara framá að stór hluti þingheims segi af sér af þeirri ástæðu er lýðskrum og þvættingur -
Stærsti hluti almennings tók þátt með einum eða öðrum hætti - fólk keypti húsnæði fyrir lán sem virtist varla að þurfa að borga - bíla - hjólhýsi - sumarbústaði - tækjaði upp heimilin ofl.ofl. að ógleymdum utanlandsferðunum og húsnæðiskaupum erlendir ( gott að eiga íbúð á Spáni ef maður skreppur þangað).
Hættum að dæma - förum að byggja upp - efnum til þingkosninga sem fyrst á málefnanótum - ekki á nótum múgsefjunar .
Percy minn - þetta átti bara að vera stutt kveðja - veit ekki hvað gerðist - eða þannig -
hafðu það sem best .
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.4.2010 kl. 08:14
Sæll Ólafur, rétt ath. það er einu nafni of mikið í blogginu. takk kv. Percy
percy B. Stefánsson, 26.4.2010 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.