Fyrirgefning er hluti að bata mínum og gefur frelsi frá reiði og gremju.

Einlæg afsökun er aldrei of seint sögð og með iðrun og framkvæmd í farvatni hennar verður hún sönn og trúverðug.  En vegna  aðgerðarleysis svo margra sem hefðu átt að vita betur og afleiðingar þess á líf mitt og annarra er mér nauðsynlegt að staldra við og lesa betur.  Ég finn að ekki vil ég vera fastur í reiði, gremju eða biturð vegna þess sem hefur gerst.  Það heftir mig og blindar og ég verð ófær um halda áfram veginn inn í framtíðina.

En að fyrirgefa og halda áfram er meira mál en ég hélt. En ef ég vil nýtt líf í frelsi verð ég að fyrirgefa.  Ég var sjálfur að einhverju leyti á hliðarlínunni þáttakandi þótt óviljugur, dróst aðeins inn í þennan hugsunargang frjálshyggjunar sem réði ferðinni og þorði vart að andmæla.

Fyrirgefning en ekki "þetta var í lagi" því þetta var ekki í lagi! Það fylgir sársauki að sjá hvar við stöndum í dag en um leið fylgir ákveðið frelsi frá öllu ruglinu. 

Þau sem stóðu í fararbroddi hvar sem það var í samfélaginu bera sína ábyrgð.  Reiði kemur upp þegar ég hugleiði þetta en það er tilfinning sem ég vil ekki dvelja í áfram.

Svo fyrir mig er aðeins ein leið áfram að fyrirgefa og sleppa tökunum á fortíðinni og fyrir sjálfan mig ákveða að endurtaka ekki minn þátt. 

Nú væri gott að sjá iðrun og framkvæmd fylgjast að í samfélaginu að öðrum kosti skemmumst við innan frá og endum í gremju og biturð. 

Það tekur á að fara upp úr gömlum hjólförum og fara nýja leið. Fylgir því allskonar hugsanir og vangaveltur og skömm og sektarkennd mun birtast.  En nýtt upphaf er nauðsynlegt.

Þessi martöð var óhjákvæmileg til þess að endurskoðun færi fram.  Þannig séð get ég þakkað fyrir hrunið og nýtt það til að með öðrum byggja upp nýtt og heilbrigðara samfélag.


mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Percy og það væri óskandi að sem flestir læsu þessi orð þín. Það þýðir ekki að segja af fyrirgefningarbeiðnin hafi komið of seint og dugi skammt. Við eigum alltaf að taka á móti fyrirgefningarbeiðni, en það er ekki þar með sagt að við myndum vilja ráða viðkomandi í vinnu ...  Þeir sem geta fyrirgefið í hjarta sínu líður mun betur sjálfum. Það er enginn sem vill bera hatur í hjarta sér allt lífið, það étur fólk að innan.

Anna (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Algjörlega gagnslaust kóarakjaftæði.

Baldur Fjölnisson, 14.4.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband