Aftur er verkfall og mikil óþægindi fyrir farþega sem ætla nota flugið þennan morgun. Áratugum saman höfum við átt met í verkföllum vegna getuleysi til að vinna að málunum "eðlilega" á samningstímanum. Það virðist vonlaust að verða á eitt sáttir um að verkfall sé ekki farsæl leið fyrir neinn í raun. Oftast hafa allir tapað og við þekkjum slíkar niðurstöður.
Löngum hefur verið til siðs að kröfurnar séu þrisvar sinnum hærri en líklegt samkomulag og tilboðin eru lægri en lág. Það er úrrelt að þurfa að fara þessa leið auk þess sem hún er í raun svolítið kjánaleg. Börn eru nær raunveruleikanum í samningum sínum við fullorðna. Afhverju þessi ótrúlega aðferð þegar fullorðnir semja sín á milli.
Auðvitað gæti komið til verkfalls í einstaka tilvikum hjá ákveðnum láglaunastéttum en slíkt á að vera óþarfi í nútímahugsandi samfélagi jafnræðis.
Draumakjaftæði segir einhver, en afhverju? Afhverju bíða með samninga þar til á síðasta dag og byrja með heilt úthaf á milli aðila? Afhverju þessi sífelldi samanburður við útlönd? Afhverju eru stéttarfélög ekki að þrysta af alvöru á matarverð, húsnæðisbætur, lágmarkslaun og slíka hluti af festu allt árið. Í þessum þáttum liggur hin raunverulega búbót þeirra sem eru illa launaðir enda hægt að stýra endurgreiðslum og tekjuviðmiða.
Stéttarfélög eru að verða að einhverskonar klúbbum vellaunaðra sem eru í góðri fjarlægð frá raunveruleikanum. Stéttarfélögin þarf líklega að breyta og færa inn í nútímann! Góð byrjun það.
Áhrif á þúsundir flugfarþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Percy. Stéttarfélög eru einmitt alla daga að þrýsta á um matarverð. Þau hafa látið athuga hvað kemur þeirra félagsmönnum best. Það er að taka upp annan gjaldmiðil og ganga í ES. En þá upphefjast hróp um landráð og slíkt enda aldrei hægt að ræða nein mál á Íslandi nema með upphrópunum og brigslum um landráð eða eitthvað þaðan af verra. Stéttarfélög á almenna markaðnum hafa mjög lítið beitt verkfallsvopninu síðan þjóðarsáttin komst á.
Tryggvi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:12
Takk fyrir upplýsingarnar. En betur má ef duga skal og allskonar verðlagsreglur og skattar eru í gangi sem stjórna venjum/neyslu í óhagstæðar áttir fyrir neytandann. Sameiginlegar kröfur um skattaleiðir eru of máttleysislegar. Sammála hinu að auðvitað verður að ræða ES og gjaldmiðil okkar af skynsemi. Hefur ekkert með landráð að gera aðeins heilbrigða skynsemi að ræða opið um það.
benedikt stefansson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.