Jóhanna þetta er ekki nógu gott!!

"Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," hefur Fréttablaðið eftir Jóhönnu.  En er ekki ljóst að forsætisráðherra mundi mæta ef málefnið væri henni þóknanlegt?  Þessi afstaða er of augljóslega reiði, gremju- og vonbrigðisafstaða sem ekki er gott leiðarljós fyrir kjósendur sem hugsanlega enn eru í óvissu um afstöðu sína.

Það á ekki að vera talinn markleysa að mæta á kjörstað.  Að mæta er lýðræðislegur réttur og skylda finnst mér.  Mæta og taka afstöðu á kjörstað - það að skila auðu er afstaða!!

Ummæli forsætis- og fjármálaráðherra hafa verið á "kantinum" svo að segja! Forgöngufólkið hefur ekki verið upplitsdjarft að mínu mati.  Er það ekki ljóst að fyrst eftir synjun forseta um staðfestingu laga um Ice-save fór hjólið að snúast okkur í hag?  Með nýju samningafólki, erlendum kunnáttumanni og ákveðni fór eitthvað að gerast.  En eins og  ég hef áður sagt bjartsýni verður alltaf að vera í fararbroddi.  Á það hefur skort í alltof miklum mæli.  Margt hefur breyst en það hefur verið eins og hafi þurft að neyða ríkisstjórnina áfram þessar nýju leiðir. Ég hef alltaf verið hlynntur félagslegum- vinstrisinnuðum hugsjónamiklum ríkisstjórnum en nú er farið að skorta þessa þætti.

Það er að mínu viti skylda að mæta á kjörstað.  Hvað þá ef viðkomandi aðilar eru í forsvari fyrir okkur og fyrirmynd sem við eigum að geta litið upp til.    Með, á móti eða autt breytir engu ábyrgðin liggur í að nota rétt sinn.

Það eru skyr skilaboð sem koma úr kjörkössunum.  Skilaboð til allra sem munu gera mikið fyrir land og þjóð.

Það er of dýrkeypt að láta ekki hjartað ráða för!!


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála hverju einasta orði.

Elvar (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:14

2 identicon

Ég get tekið undir allt sem er í þessari grein.  

 SAMMÁLA

hannes (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:19

3 Smámynd: percy B. Stefánsson

Takk,  já ég held að þetta sé ekki rétta leiðin sem frúin er að fara.

percy B. Stefánsson, 5.3.2010 kl. 10:22

4 identicon

Afhverju voru lögin ekki dregin til baka ef þau eru orðin "úrelt"

það er bara svo margt sem ekki stenst í málflutningi þessarar ríkisstjórnar

Grímur (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:36

5 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég er bara að velta því fyrir mér hvort næstu Alþingiskosningar verð "Skrípalæti" Það er ljóst að í boði eru einungis skrípi, ekki nokkur maður né kona með snefil af sjálfsvirðingu tekur þátt í þessum skrípalátum á Alþingi Íslendinga

Njáll Harðarson, 5.3.2010 kl. 10:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er fyrst og fremst sigur þjóðarinnar, fyrir að koma vanhæfri ríkisstjórn frá með því að berja í potta á Austurvelli, síðan að koma á þessari þjóðaratkvæðagreiðslu núna.   Þjóðin hefur vaknað til vitundar um að loksins getur hún haft eitthvað að segja og getur látið til sín taka.  Eftir áratugi hefur þjóðín vaknað.  Það var bara tilviljun hvaða stjórnmálamenn voru við stjörnvölin þegar það gerðist, því það má ekki á milli sjá hver er spilltastur af forráðamönnum fljórflokksins.  Til hamingju íslenska Þjóð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 10:57

7 identicon

Er ekki kominn tími til að hvíla þessa stjórnmálaflokka. Þeir gera ekkert nema að keppast sín á milli óháð hag þjóðar og hafa án mínum efa kostað okkur, (eftir hrun) meir heldur en Icesave. Þetta flokkakerfi er til óþurftar og pólitíkusarnir eru löngu búnir að skíta í skóna all flestir, liktin orðin fráhrindandi en samt neita þeir að viðurkenna upp á sig nokkra sök og engir þeirra taka ábyrgð frekar en útrásavíkingarnir. (sennilega ógreindur smitsjúkdómur á ferð)

Það er komin tími til að fækka þingmönnum og kjósa einstaklinga og henda þessum bölvuðu flokkum í djúpan skurð. Þjóðin gæti sannarlega notað eitthvað af þessum styrkjum sem flokkarnir fá í að auka við heilbrigðisþjónustuna eða eitthvað slíkt...

Ísland, land og þjóð ávallt í fyrirrúmi!!!

Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:33

8 identicon

Mér finnst á þessum kommentum hjá fólki (5+6+7) að þeirra lausnir séu svo góðar að þeim sé ekki hægt að veifa hér þ.e.a.s þar er gagnryni á gagnryni ofan en engin lausn í þeim vanda sem þeim virðist vera mun auðleysanlegri en þeim sem nú stjórna ykkar sokknu þjóðarskútu

nollinn (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:48

9 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Sammála píslahöfund!

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband