4.5.2006 | 20:40
Kærleikurinn er stærstur.
Já hugleiddi þetta í dag. Upplifi tilgangsleysi við að lesa blöðin og fylgjast með þjóðfélagsumræðunni í sjónvarpinu. Flest allt sem er sagt og skrifað af þeim er eiga að leiða okkur inn í betri tíma er kallt mat og útreiknanlegt fyrirfram. Eins og vanti glóðina! Kærleikan! Eins og skorti getu til að tala frá hjartanu og láta heilan hvíla smástund. Auðvitað er ekki allt þannig en því miður að mestu leyti samt.
Ég er sannfærður um að ef við tökumst á við það sem við óttumst mest þá verður sigurinn stærstur. Mörg okkar óttast kærleikan og nándina meir en flest annað. Leyfa meðbræðrum sínum að sjá inn fyrir húðina. Svona gerir maður ekki er oft sagt við börn sem eru heiðarleg og einlæg í framkomu! Galsafengin og kát og óhrædd í einlægni sinni. Börnin treysta í byrjun eru einlæg og leita eftir vináttu þar til annað kemur í ljós.
Okkur fullorðnu finnst oft öruggast að byrja á vantraustinu og sjá svo til. Og yfirleitt komust við ekki lengra og búum okkur til örugga varnarhætti og skjól í vantraustinu. Afhverju er kærleikur og traust svo hættulegt og afhverju er svo lítið talað um það. Afhverju finnst mér kærleikurinn gera mig varnarlausan? Ætti að vera öfugt hann ætti að gera mig sterkari og betri til að lifa þessu daglega lífi. En samfélag hraðans má ekki vera að því að bíða kærleikans. Má ekki vera að því að rétta út höndina og fanga hann. Við reynum frekar að kaupa sálarró á raðgreiðslum! Ferðalag eða bíll eða flatskjá eða............................
allt nema staldra við og finna kærleikann innra með okkur. Finna einmitt núna þessa stundina þakklæti fyrir að vera Íslendingur og lifa og vera til í þessu yndislega landi.
Verð svo lúinn og gamall (ææ) þegar ég heyri bara um vísitölur og gengisrússibanan. Hrun á leiðinni eða ekki hvað með það? Ekki varð þetta til bara sísona afhverju leika hissa?? Er sannfærður um að þessi heimatilbúni vandi er heimatilbúinn. En það vilja þeir ekki sjá sem voru heima við Austurvöll eða í græðgisvæðingu erlendis að búa hann til! Benda á allt og ekkert og kenna hvort öðru um - lýsa yfir engilbleiku sakleysi sínu.
Afhverju? Já afhverju er þessi sífellda togstreita milli kærleikans og óttablandinnar græðginnar. Og vitum við ekki hver hefur yfirhöndina í dag?. Held að óttinn við að staldra við og skoða tilganginn með lifnaðarhætti stjórni okkur í dag þessi græðgisvæðing eigingirninnar. Breytum þessu tökum lífinu í hægðinni. Tyllum okkur niður tökum því rólega því við kaupum ekki hamingjuna sama hvað við getum hlaupið hratt eða getum borgað mikið fyrir hana. Hamingjan er ókeypis hún er allstaðar í kringum okkur umlýkur mig og umlýkur þig. Ég er þakklátur fyrir líf mitt í dag. Ekkert er eins og ég vildi hafa það en samt eins og það á að vera. Trúi því að allt sé fyrirframskrifað bara spurning hvort við rötum réttu leiðina.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þörf og góð hugvekja.
Kv.
Bergþóra Jónsdóttir
B (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 21:07
Takk fyrir kveðjuna Percy
percy B. Stefánsson, 4.5.2006 kl. 21:12
Þú ert samur við þig:) kærleiksvera... það er yndislegt að lesa þetta, takk og aftur takk:) ég þekki það vel að vilja hlaupa undan því sem ég þrái mest en er einmitt núna að stíga inní minn stærsta ótta og treysta fyrirfram.. það er erfitt en samt svo frábært:) og sigurinn er framundan.
Diana (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 14:25
Þú ert samur við þig:) kærleiksvera... það er yndislegt að lesa þetta, takk og aftur takk:) ég þekki það vel að vilja hlaupa undan því sem ég þrái mest en er einmitt núna að stíga inní minn stærsta ótta og treysta fyrirfram.. það er erfitt en samt svo frábært:) og sigurinn er framundan.
Diana (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 14:25
Þú ert samur við þig:) kærleiksvera... það er yndislegt að lesa þetta, takk og aftur takk:) ég þekki það vel að vilja hlaupa undan því sem ég þrái mest en er einmitt núna að stíga inní minn stærsta ótta og treysta fyrirfram.. það er erfitt en samt svo frábært:) og sigurinn er framundan.
Diana (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 14:25
Þú ert samur við þig:) kærleiksvera... það er yndislegt að lesa þetta, takk og aftur takk:) ég þekki það vel að vilja hlaupa undan því sem ég þrái mest en er einmitt núna að stíga inní minn stærsta ótta og treysta fyrirfram.. það er erfitt en samt svo frábært:) og sigurinn er framundan.
Diana (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 14:26
heyr heyr.... Tökum okkur saman og njótum kærleikanns... Falleg skrif og hlíja manni um hjartarætur í þessu hraða og erviða samfélagi....
Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.5.2006 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.